"Algjör Sjóborg " Erling KE kominn á grálúðuna


Það eru ekki margir stálbátar af stærri gerðinni sem stunda netaveiðar allt árið en á Suðurnesjunum eru þó tveir bátar sem stunda þær veiðar,

það var hinn frægi bátur Grímsnes GK en hann er frá veiðum eftir vélarbilun en mun koma aftur.  Langanes GK kom í staðin fyrir hann,

og síðan er það Erling KE sem Saltver á 

Erling KE byrjaði árið 2016 á grálúðunetaveiðum fyrir Samherja og landaði þá á Dalvík.  

gengu þær veiðar mjög vel og í framhaldinu þá var Önnu EA breytt og tók hún við veiðum af Erling KE,

Núna er Erling KE mættur aftur á grálúðunetaveiðar og er núna að veiða fyrir Brim ehf og mun landað á Vopnafirði,

Erling KE hefur ekkert landað á Vopnafirði á þessari öld.

Skipstjórinn á Erling KE á grálúðunni núna er Halldór Jóhannesson en hann var meðal annars skipstjóri á línubáti við Grænland

og er Erling KE búinn að landa fyrstu löndun sinni af grálúðu, en báturinn kom með 22,5 tonn til Vopnafjarðar.

 Afhverju Erling KE 

 Afhverju er Erling KE sendur á þessar veiðar?.

Hannes Kristmundsson sem er kokkur á Erling KE svaraði þessari spurningu ansi vel,

" líklegast er það vegna þess að Erling KE er algjör Sjóborg"

Vel orðað

Það má geta þess að Erling KE fór frá Reykjavík og silgdi til Vopnafjarðar og var það um 400 sjómílna sigling
Kvótinn

Veiðarfærin koma frá Sólborgu RE sem Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR) gerði út á grálúðunetin árið 2019.

Sólborg RE verður seld.  

Guðmundur í Nesi RE mun veiða grálúðukvótan sem ÚR á og Erling KE mun veiða svo til eins mikið og hann getur af kvóta Brims ehf af grálúðunni

Brim ehf er m eð um 1317 tonna grálúðukvóta enn það vekur athygli að kvótinn þessi er úthlutaður á Venus NS og Víking AK.  

sem eru uppsjávarskip og hafa aldrei landað einu grammi af grálúðu.

það er hægt að þvælast með kvótann enn grálúðukvótinn sem er á Venus NS og Víking AK kemur meðal annars frá Vigra RE að stórum hluta


Erling KE á Vopnafirði.  Mynd Halldór Jóhannesson