árið 2021, versta humarveiði í yfir 80 ár

Núna þegar að árið 2021 er liðið og framundan er að hérna á aflafrettir munu birtast heildaraflatölur um bátanna


þá er vert að skoða aðra hluti líka

t.d rækju og humarvertíðina,

Versta humarveiðin 
enn humarvertíðin árið 2021 var ein sú allra versta síðan humarveiðar voru fyrst stundaðar árið 1939

Heildaraflinn á vertíðinni 2021 var aðeins 110 tonn.

Árið 1939 þá fyrst voru reyndar tilraunaveiðar á humri við Ísland og var þar á ferð Einar Sigurðsson skipstjóri á Aðalbjörgu RE.

hóf hann fyrst prufuveiðar útaf Stafnesi og færði sig síðan suður með og að Vestmannaeyjum.

Vonin VE tók við þessum tilraunaveiðum árið 1940.

enn veiðar voru litlar sem engar humarveiðar stundaðar því eftir vetrarvertíð þá fór bátaflotinn iðulega allir á síld,

1958

það var ekki fyrr enn 1958 sem að humri er landað í einhverju magni því þá komu á land 728 tonn af humri.

Þá komu á land 728 tonn af humri og var það frá bátum sem réru frá , Sandgerði, Keflavík, Grindavík, Þorlákshöfn, Eyrarbakka, 

STokkseyri og Vestmannaeyjum.  Flestir humarbátanna þá voru í Vestmannaeyjum eða 20 bátar.

alveg síðan árið 1958 þegar að humarveiðar voru fyrst stundaðar og vel fram yfir aldamótin 2000

þá var humarveiðin þannig að eftir vetrarvertíð 11.maí, þá hófust humarveiðar og bátarnir voru á þeim veiðum fram í ágúst 

og þeir allra síðustu fram í september.

svona var þetta hvert ár og fjöldi báta var ansi  mikill

Mesti humaraflinn

Mesti humaraflinn  var árið 1963 þá komu um 6000 tonn af humri á land og miðast allar þessar tölur við heilan humar.

leyft allt árið
árið 1999 var leyft að veiðar humar allt árið og stóð það leyfi til ársins 2003.  síðan þá var leyft að veiðar humar frá 15.mars til 30.september

Munur á veiðarfærum
Öll þessi 83 ár sem að humar hefur verið veiddur hérna við land þá hefur verið notast við botntroll, eða fótreipistroll.  

reyndar þá voru trollinn mjög lítil enda voru bátarnir mjög litlir.  núna síðustu ár þá hafa þeir bátar sem stundað hafa humarveiðar

verið með margfalt stærri troll enn voru notuð á árum áður, og þrátt fyrir það þá hefur aflinn hrunið niður.

Gildrur
Reyndar þá voru stundaðar veiðar á humri með gildrum árið 1989 og næstu ár þar á eftir.  

Elliði GK frá Sandgerði stundaði þær veiðar alveg þangað til hann brann og eyðilagðist árið 1991.  eftir þann bruna þá tók 

Jón Gunnlaugs GK við þeim veiðum enn báðir bátarnir voru gerðir út af Miðnesi HF í Sandgerði.  

þegar að Miðnes HF sameinaðist Haraldi Böðvarssyni á Akranesi og allt var lagt niður í Sandgerði þá lögðust gildruveiðar af á humri,

þangað til árið 2021 þegar að smábáturinn Inga P SH hóf gildruveiðar og gengu þær nokkuð vel.  var Inga P SU með um 2,7 tonn af 

humri árið 2021, og sem dæmi um hversu léleg veiði var hjá togbátunum þá var Inga P SH með meiri afla enn Sigurður Ólafsson SF

sem var á trolli og með aðeins 1,3 tonn af humri.  

Reyndar skal tekið fram að Sigurður Ólafsson SF er einn af gömlu bátunum sem hefur stundað humarveiðar við Ísland 

í háttí 40 ár og er með margfalt minna troll enn t.d Skinney SF og Þórir SF sem eru um 40 metra langir togarar 

enn hvað veldur þessu hruni,

Stórt spurt enn lítið um svör. 

Jónas Páll Jónsson fiskifræðingur á Hafrannsóknarstofnum segir að það geti tekið um 15 ár að byggja upp stofninn , enn segir þó 

að lítið hafi verið um beinar rannsóknir á humri.

kanksi eina jákvæða við þessa hörmung er góð veiði á gildruveiðunum og spurning hvort að það verði ekki framhald á þeim veiðum,

eins og staðan er núna þá leggur Hafró til að veiðar með botnvörpu verði bannaðar á afmörkuðum svæðum

í Breiðarmerkurdjúpi, Hornafjarðardjúpi og Lónsdjúpi.  

Í gegnum þessi 80 ár sem að humarveiðar hafa verið stundaðar hérna við land, enn þó mest frá 1958 þá hafa margir bátar stundað

humarveiðar útaf Reykjanesi, í kringum Eldey, enn miðað við þessa reglugerð þá eru togveiðar áfram heimilaðar þar.


Aðalbjörg RE mynd Vigfús Markússon