Atlantic Star í Noregi, afli og aflaverðmæti árið 2019.

á Íslandi og í Færeyjum þá miðast aflatölur þar við landaðan afla og þar tíðkast ekki að togarar séu á sjó


bæði yfir jól og áramótin,

aftur á móti  í Noregi þá voru nokkrir frystitogarar sem og stóri línubátar sem frysta aflan um borð 

á sjó um jólin og áramótin,

og þar er þetta þannig að afli sem er veiddur árið 2019  og togari eða línuskip kemur til löndunar í janúar´2020

þá er aflanum skipt.  afli sem er veiddur árið 2019 telst til 2019 og restin er þá 2020,

Aflafrettir hafa komist yfir afla og aflaverðmætis tölur frá nokkrum norskum frystitogurnum,

einn af þeim er togarinn Atlantis Star M-111-G

þessi togari er ekki flakafrystitogari eins og flestir íslensku togaranna heldur hausar hann aflann og heilfrystir,

togarinn var lengur árið 2015 og er í dag 75 metra langur, og 13 metra breiður með 4600 hestafla aðalvél,

 aflinn og aflaverðmætið árið 2019.

Aflinn árið 2019 var alls 11952 tonn 

og aflaverðmætið í íslenskum krónum var um 2,63 milljarðar króna.  

það gerir um 220 krónur í meðalverð.

það má geta þess  að skipstjórinn á Atlantic Star er frá færeyjum og heitir hann Hedin Joensen og hefur hann verið með togarnn í nokkur ár,


Atlantic Star Mynd Eli Poulsen