Bátar yfir 21 BT í Júlí 2025.nr.3
Listi númer 3
Enn eru aðeins þrír bátar á veiðum
Bátar loðnuvinnslunar og síðan Einar Guðnason ÍS
Hafrafell SU var með 104 tonn í 9 róðrum
Sandfell SU 104 tonn í 6
og Einar Guðnason ÍS 75 tonn í 6
það bar helst til tíðinda að Einar Guðnason ÍS fór á smá flakk, reyndar ekkert það langt
en hann er eini báturinn í þessum flokki eða einn af fáum sem einungis landar í sinni heimahöfn,
Suðureyri. en núna bar svo til að áhöfnin skellti sér í smá ferðalag
og landaði tvisvar á Drangsnesi . um 29 tonnum af fiski sem síðan var ekið til Suðureyrar til vinnslu

Einar Guðnason ÍS á Drangsnesi, Mynd Jón Arnar Gestsson
Sæti | áður | Nafn | Heildarafli | Róðrar | Mesti afli | Höfn |
1 | 2 | Hafrafell SU 65 | 229.3 | 24 | 19.8 | Stöðvarfjörður, Neskaupstaður |
2 | 1 | Einar Guðnason ÍS 303 | 223.8 | 16 | 19.7 | Suðureyri, Drangsnes |
3 | 3 | Sandfell SU 75 | 222.8 | 24 | 13.2 | Stöðvarfjörður, Vopnafjörður |
4 | 4 | Háey I ÞH 295 | 76.5 | 5 | 21.6 | Raufarhöfn |
5 | 5 | Fjølnir GK-757 | 30.4 | 3 | 11.7 | Hornafjörður, Grindavík |
6 | 6 | Kristján HF 100 | 27.0 | 2 | 20.1 | Stöðvarfjörður |
7 | 7 | Gísli Súrsson GK 8 | 26.2 | 3 | 11.4 | Stöðvarfjörður |
8 | 8 | Auður Vésteins SU 88 | 17.2 | 2 | 10.2 | Stöðvarfjörður |