Bátur nr 133. Trausti ÁR og ÍS árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 18 sem ég skrifa um.

Þessi bátur  er fyrsti báturinn sem er skipti um skráningu, þótt að sami eigandi hafi verið af bátnum.  Hann var númer 133 og hét fyrst Trausti ÁR 80 enn fékk síðan nafnið Trausti ÍS 111 og var þá skráður í Súðavík enn sami eigandi.  Þessi bátur var lengi vel gerður út frá Þorlákshöfn og hét þar Álaborg ÁR. endaði saga þessa báts árið 2008.

 Vertíðin,

 Öfugt við aðra báta sem fjallað hefur verið um hérna í þessum pistlum sem hafa verið á netum og línu þá var Trausti ÁR á trolli á vertíðinni.  
Gekk það þokkalega vertíðaraflinn alls 183 tonn  í 18 róðrum og mest í mars 89 tonn í 10 róðrum.  stærsti róðurinn var þó í febrúar 29,9 tonn,

Sumarið,
 Strax í framhaldinu af trollinu þá fór Trausti ÁR á humarinn og hann byrjaði mjög snemma á humri eða um miðjan maí og var á veiðum alveg fram í lok ágúst.  mun lengur enn aðrir bátar,

Alls landaði báturinn 113 tonnum yfir sumarið í 18 róðrum og humar af því var 42 tonn sem er ansi gott

 Haustið,
 um haustið þá færðist skráning bátsins til Súðavíkur og fór þá báturinn að stunda línuveiðar með bala frá Suðureyri,

landaði alls um haustið um 110 tonum og mest í október 70 tonnum í 14 róðrum og mest 8.8 tonn í róðri,

Heildaraflinn á árinu 2001 hjá báti númer 133 var 418 tonn í 66 róðrum og af því var humar um 42 tonn


Trausti ÁR Mynd Jón ingi Jónsson