Bátur nr. 219. Þorsteinn SH árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 30 sem ég skrifa um.

Bátur þessi má segja að sé einn af þekktustu bátum sem hafa verið gerður út hérna á landinu.  Hann var númer 219 og hét árið 2001.  Þorsteinn SH og var gerður út frá Rifi.  
Bátur þessi var þekktastur undir nafninu Víðir II GK og undir skipstjórn Eggerts Gíslasonar þá setti báturinn aflamet á síldarvertíð þegar báturinn landað yfir 10 þúsund tonnum af ´sild á einu ári og er það all svakalegur afli á báti sem bar ekki nemaum 150 til 180 tonn af síld í löndun.  

Báturinn var lengi gerður út frá Sandgerði undir nafninu Víðir II GK og meðal annars var byggt yfir hann meðan báturinn lá við bryggju í Sandgerðishöfn í kringum 1985.

Lítum á árið 2001,

 Vertíð
 Þorsteinn SH stundaði dragnótaveiðar allt árið 2001 og á vertíðinni þá réri báturinn alla mánuði að 11.maí og meðal annars í apríl meðan aðrir bátar voru stopp útaf sjómannaverkafallinu,
Enginn mokveiði var hjá bátnum heildarvertíðarafli var 476 tonní 64 róðrum og var aflinn nokkuð jafn og góður, um 100 tonn á mánuði og var mest í janúar 110 tonní 19 róðrum,

 Sumar,
 Báturinn réri ekkert um sumarið,

 Haust,
 Þorsteinn SH fór á dragnót um haustið og réri fram í miðjan desember.  nóvember var bestur og var aflinn 109 tonn í 15 róðrum ,

Heildaraflinn árið 2001 var alls 763 tonní 118 róðrum eða 6,5 tonn í róðri,


Portland VE mynd Tryggvi Sigurðsson, hét áður Þorsteinn SH, fann ekki mynd af bátnum undir Þorsteins nafninu