Bátur nr 237. Hrungnir GK árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 35 sem ég skrifa um.

Þessi bátur átti sér mjög langa sögu í Grindavík því að þessi bátur var númer 237 og hét Hrungnir GK og var þessi bátur gerður út frá Grindavík í 43 ár.  lengst af undir nafninu Hrungnir GK og endaði sem Fjölnir GK,

Árið 2001 þá stundaði báturinn línuveiðar með beitnigavél allt árið og er þetta bátur númer 2 sem skrifað er um sem var á línu frá Grindavík.  Hinn báturinn sem skrifað hefur verið um var númer 11 og hét Freyr GK og sá pistill var númer 2 í röðinni,

Þið getið farið í  Flokkar... Gamlar Aflatölur    Og þar sjáið þið alla hina pistlanna,

 Vertíðin,

hún var ágæt og byrjaði ansi vel því að í janúar þá landaði báturinn mest 103,5 tonn í einni löndun og var það stærsta löndun ársins,
janúaraflinn var 268 tonní 4 róðrum og í febrúar 227 tonní 3.

Vertíðaraflinn alls 705.8 tonn í 12 róðrum eað 58 tonn í róðri,

 Sumar,
Báturinn stundaði línuveiðar allt sumarið og gekk vel í júní þá landaði báturinn 278 tonní 5 róðrum,  

í júlí 197 tonní 3

 Haust,
 Hrungnir GK var á nokkru flakki um haustið því að báturinn landaði svo til skiptir á Djúpavogi, Grindavík og Þingeyri,  

Nóvember var nokkuð góður því að aflinn var 245 tonní 3 róðrum og í des þá var aflinn 219 tonní 4,

Heildaraflinn árið 2001 var góður og næst mesti af þessum 35 pistil sem ég hef skrifað,

2092,5 tonn í 35 róðrum eða tæp 60 tonn í róðri,


Hrungnir GK Mynd Jón Steinar Sæmundsson