Bátur nr 245. Þórsnes SH árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 39 sem ég skrifa um.

Bátur þessi átti sér nokkuð langa sögu við Breiðarfjörðin, fyrst með nafnið Helga Guðmundsdóttir BA og lengst af sem Þórnsnes SH.

bátur þessi var með númer 245 og hét árið 2001.  Þórsnes SH og það má geta þess að báturinn er ennþá til, hefur legið í nokkuð mörg ár í Njarðvík og nýverið varhann tekinn í slipp og allur sjænaður til og planið var að gera bátinn út aftur og fara þá á net,    Báturinn er ekki búinn að landa neinum afla núna í 13 ár .

Þórsnes SH stundaði netaveiðar um vertíðina og fram á sumar , fór smá á rækju og um haustið á skelfiskveiðum ,

 Vertíðin,
 Hún var ekkert sérstök hjá Þórsnesinu.   aflinn rétt um 80 tonn í janúar, og um 100 tonn í febrúar. og mars var aðeins skárri enn ekkert meira en það.  143 tonn í 19 róðrum ,

Vertíðaraflinn ansi slakur aðeins 323,7 tonn í 51 róðri,

 Sumarið,
 Báturinn var á netaveiðum í júní og gekk það ágætlega.  aflinn 117 tonn í 17 róðrum ,

Fór svo á rækju í júlí og landaði 70 tonnum í 4 róðrum og mest 23,2 tonn í einni löndun,

 Haustið,
 Allt haustið þa´var Þórsnes SH á skelfiskveiðum og fiskaði báturinn mjög vel.

var með 228 tonn í 21 í september og í október sem var stærsti mánuðurinn var báturinn með 253 tonn í 23 róðrum

Nóvember 230 tonn í 21 og í desember 166 tonn í 15.

Skelfiskaflinn var nokkuð mikill eða 879 tonn í 81 róðrum ,

Heildaraflinn árið 2001,

1452,4 tonn í 161 róðri eða rúm 9 tonn í róðri,


Þórsnes SH mynd Hafþór Hreiðarsson