Bátur nr 250. Skinney SF árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 41 sem ég skrifa um.

og þessi bátur átti sér um 44 ára sögu enn hafði samt aðeins 2 nöfn á öllum þessum árum

Bátur númer 250.  hét Skinney SF 30.  Hafði þá áður heitið Ísleifur IV VE og síðan Ísleifur IV ÁR.  

Báti þessum gekk alltaf vel að fiska og var mjög fengsæll bátur alla sína tíð,

Saga þessa báts lauk árið 2008 þegar að ný Skinney SF kom. 

en árið 2001 má segja að hafi verið ansi dapurt í það minnsta var vertíðin mjög léleg.  

 Vertíðin,
Skinney SF var á netum og var janúar mjög slakur, aðeins 53 tonn í 13 róðrum. 
Febrúar var örlítið skárri eða 102 tonn í 9 róðrum og mest 24,4 tonn,

Mars var ágætur.  278 tonn í 21 róðrum og mest 44,3 tonn,

Vertíðaraflinn rétt skreið yfir 400 tonnin,

fór í 433 tonn í 43 róðrum,

 Humar,

 Skinney SF fór á humar í maí og var humarveiðin í maí mjög góð.  má segja að það hafi verið mokveiði því að í maí þá landaði báturinn um 38 tonnum af humri í 5 róðrum 

alls var humaraflinn 77,6 tonn 

og í heildina 143 tonn, en um 70 tonn af því var fiskur og humarinn 77,6 tonn,

 Haustið.
 Skinney SF stundaði dragnótaveiðar um haustið en veiðin var nokkuð treg. best var  í september 65,5 tonn í 7 róðrum og desember var 45 tonn í 3.

Heildaraflinn 810 tonn í 81 róðrum,


Skinney SF mynd Sverrir Aðalsteinsson