Bátur nr 262. Ágúst Guðmundsson GK árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 47 sem ég skrifa um.

Vogar á Vatnsleystuströnd er nú ekki sá bær sem kemur oft á blað þegar horft er á útgerðarstaði eða löndunarhafnir á Íslandi.  Þó var það nú þannig að í hátt í 50 ár þá var þar nokkuð stór fiskvinnsla sem hét Valdimar HF og átti þetta fyrirtæki báta sem hétu annars vegar Þuríður Halldórsdóttir GK og hinsvegar Ágúst Guðmundsson GK.  og um tíma þá var þarna Ágúst Guðmundsson II GK.  
í kringum árið 2002 þá rann Valdimar HF inn í Þorbjörn Ehf í Grindavík og var þá Valdimar HF búinn að kaupa línubátinn Valdimar GK sem í dag er í eigu Þorbjarnar GK.  
Allur kvótinn sem var í eigu fyrirtækisins Valdimars fór því til Þorbjarnar 

og báturinn sem er núna fjallað um var númer 262 og hét árið 2001.  Ágúst Guðmundsson GK og var þessi bátur gerður út frá Vogum í hátt í 30 ár.  1988 þá var byggt yfir bátinn og sett ný brú á bátinn og var það gert í Skipasmíðastöð Njarðvíkur,

Árið 2001 markaður ákveðin tímamót í sögu þessa báts því að báturinn stundaði netaveiðar um vertíðina og fór síðan á humar og eftir humarinn þá var báturinn aldrei aftur gerður út,

og það má bæta við að kvótinn af bátnum var færður yfir á Tómas Þorvaldsson GK, og núna er sá bátur kominn á endalok í niðurrifi undir nafninu Krummi GK

 Vertíðin,
 Ágúst Guðmundsson GK byrjaði ekki veiðar fyrr enn í febrúar og var aflinn frekar dræmur.  56 tonn í 14 róðrum ,

Mars var þokkalegur.  227 tonní 18 róðrum og mest 27 tonn í róðri,

Vertíðaraflinn alls um 283 tonn,

 Humarinn,
 Báturinn fór á humar í júní og var á humri fram í lok júlí og eftir það var eins og áður segir að báturinn fór aldrei aftur á veiðar,

Landaði báturinn 28 tonnum af humri,

Heildaraflinn árið 2001 var ekki mikill  382 tonn í 46 róðrum ,


Ágúst Guðmundsson GK mynd Hafþór Hreiðarsson