Bátur nr 311. Baldur GK árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 52 sem ég skrifa um.

Pistill númer 51 var um bát sem var númer 310 og hét Baldur VE.   og þessi bátur var með næsta númeri ofan, og var númer 311 og hét líka Baldur.  Reyndar Baldur KE og var árið 2001.  Baldur GK.  

Þessi bátur var með þekktari dragnótabátum landsins því þessi bátur var einn sá fyrsti sem var frambyggður og notaður meðal annars í togveiðar.  Baldur KE stundaði línu, net og rækjuveiðar áður enn hann fór alfarið yfir á dragnótina.  

Árið 2001 þá var báturinn kominn í eigu Nesfisks og var báturinn gerður út á dragnót allt árið 2001,

 Vertíðin,
 Janúar og febrúar voru báðir mjög rólegir.  samtals um 67 tonn samanlagt,

Mars var nokkuð góður 176 tonní 23 rórðum og mest 18 tonn í róðri,

en þar með var vertíðin búinn því báturinn réri ekkert í verkfallinu,

Vertíðarafli 244 tonn

 Sumar

Baldur KE stundaði veiðar um sumarið fram í júlí og var júní nokkuð góður eða 97 tonní 15 róðrum og mest 11 tonn í róðri,

 Haustið,
 Bugtin eða veiðar í Faxaflóa hófust í september og Baldur KE átti sér langa sögu á þeim veiðum og byrjaði veiðin ágætlega.  aflinn í september 88 tonní 15 róðrum ,
Báturinn réri alveg fram í miðjan desember og var enginn mokveiði hjá bátnum ,

Heildaraflinn árið 2001 var þó nokkuð góður eða

686,1 tonn í 140 róðrum eða 4,9 tonn í róðri, 


Baldur GK mynd Tryggvi Sigurðsson