Bátur nr 357. Ver RE árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 53 sem ég skrifa um.

Þessi bátur átti sér langa sögu í Keflavík því þessi bátur var númer 357 og hét árið 2001, Ver RE.. en lengst af var báturinn gerður út frá Keflavík og hét þar Þorsteinn KE 

Þorsteinn KE stundaði meðal annars neta og rækjuveiðar  og þá að leggja upp hjá Rækjuverksmiðjuni Óskars Árnasonar.

Ekki var nú mikil útgerð á bátnum árið 2001.   

 Sumarið.
 Ver RE var ekkert gerður út um veturinn og fór á veiðar  í maí og þá á handfæri frá Sandgerði og var með 7,1 tonn í  5 róðrum frá Sandgerði,

Báturinn síðan réri frá Patreksfirði og var með 10,1 tonn í 5 í júní,

 Haust
 Báturinn ´réri um haustið byrjaði Sandgerði á línu og landaði 10,3 tonní 10 róðrum 
og fór síðan vestur til Bíldudals og var á línu í október og landaði 18,4 tonní 16 róðrum ,
 
 Heildaraflinn árið 2001 var ekki mikill því hann var einungis 61,1 tonní 55 róðrum ,Ver RE þarna ´á Myndinni Þorsteinn KE . Mynd Vigfús Markússon