Bátur nr 396. Sigurður Pálsson ÓF árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 55 sem ég skrifa um.

Jæja þar kom af því að fyrsti báturinn sem við getum kallað Smábát komi í þessum pistlum mínum,

Þessi bátur var smíðaður á Akureyri árið 1955 og Ólafsfirðingar þekkja þennan bát mjög vel,

Hann er númer 396 og hét Sigurður Pálsson ÓF árið 2001.  Saga Sigurðar Pálssonar ÓF frá Ólafsfirði er mjög löng því að báturinn var gerður út frá Ólafsfirði í hátt í 40 ár.  
og þessi bátur er ennþá til og heitir Trausti EA og er gerður út á strandveiðar . og margir telja að þessi bátur sem fallegasti strandveiðibáturinn,

kíkjum á árið,
 Vertíðin,
 Sigurður Pálsson ÓF hóf veiðar í apríl og fór þa´beint á grásleppuna.  þá var fiskurinn sjálfur ekki hirtur einungis hrognin og var báturinn með um 900 kíló af hrogn
og um 1,7 tonn af fiski,, mest þorski,

 Sumar,
 Eftir grásleppuna þá hélt báturinn áfram á netaveiðum og núna á þorsknetaveiðum 

nokkuð merkilegt var með júlí.  þá réri báturinn 20 róðra á 20 dögum.  fór á sjóinn á hverjum degi í 20 daga, ansi vel gert.  og aflinn 6,1 tonn í 20 róðrum 

 Haustið,
 Báturinn var á netum allan september og gekk nokkuð vel.  var með 8,9 tonn í 15 róðrum og fór svo í 2 róðra í október  1,3 tonn ´

Heildaraflinn hjá Sigurði Pálssyni ´ÓF árið 2001,

23,5 tonní 75 róðrum 


Sigurður Pálsson ÓF mynd Þorgeir Baldursson