Bátur nr 450. Eldey GK árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 56sem ég skrifa um.

Hérna kemur annar bátur sem má segja að hafi verið samskonar og bátur númer 363.  Maron GK.  ÞEssi var númer 450 og hét árið 2001.  Eldey GK 

Lengst af þá var þessi bátur Geir KE og Geir RE og meðal annars stundaði trollveiðar í mörg ár og gekk mjög vel á þeim veiðum ,

Báturinn endaði ævi sína í maí árið 2002 þegar að báturinn landaði síðast afla og síðasti eigandinn af bátnum var Sandgerðishöfn, en báturinn var þá búinn að liggja þar lengi og höfnin tók bátinn upp í skuld.  síðan var hann rifin í Njarðvik,

Lítum á árið 2001,

 Vertíðin,
 já það er nokkuð ljóst að þessi ver´tið 2001 var hörmungarvertíð,

og Eldey GK fiskaði ekkert rosalega vel á henni.  20 tonn í janúar. 29 tonn í febrúar og mars 70 tonn í 20 róðrum, gerði út frá Grindavík,

Vertíðaraflinn skelfilega slakur, ekki nema 118 tonn,

 Sumarið,
 Eldey GK fór á lúðu um sumarið oglandaði samtals um 14 tonnum af lúðu,

 Haustið,
 Ekki var nú útgerð bátsins mikil um haustið.  skráður á línu og landaði 7 tonnum í 5 róðrum í september og október,

Heildaraflinn mjög lítill árið 2001,

149,3 tonn í 64 róðrum eða 2,3 tonn í róðri,


Eldey GK mynd Sverrir Aðalsteins