Bátur nr 530.Bliki BA árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 63 sem ég skrifa um

Þessi bátur eins og Gunnar Hámundarsson GK á sér langa sögu á íslandi.  er smíðaður í Hollandi eins og MAron GK árið 1956 og er því einu áru yngri enn Maron GK.  
Þessi bátur er númer 530 og hét árið 2001.  Bliki BA 72,

Bliki BA er reyndar þekktastur og hefur lengst haft nafnið Hafrún.  Fyrst Hafrún GK frá 1960 til 1968.  Síðan Hafrún SH frá 1968 til 1980, og fékk þá nafnið Hafrún HU og var með því nafni í 20 ár, 
Báturinn var síðan keyptur aftur til Skagastrandar árið 2005 og fékk þá nafnið Hafrún HU og heitir báturinn því nafni í dag og er gerður út á dragnót
Þessi bátur er líka fyrsti báturinn sem hét Gjafar VE

Bliki BA átt mikið flökkuár því að báturinn landaði á alls 6 höfnum , Þorlákshöfn,  Sandgerði.  Hafnarfirði.  Ólafsvík.  Patreksfirði.  Bolungarvík

 Vertíðin,
 Bliki BA var á netaveiðum á vertíðinni.  enginn mokafli.  var með 45 tonní 12 í febrúar og 70 tonn í mars í 17 róðrum ,

Vertíðarafli alls 146 tonn í 42 róðrum ,

 Sumar,
 Um sumarið þá var báturinn á dragnót og landaði þá í Ólafsvík, Patreksfirði og Bolungarvík.  Júni var mjög góður þ ví þá landaði báturinn 105,5 tonní 12 róðrum og mest 15,7 tonn í róðri,m

Júlí var 50 tonn í 8 róðrum ,

 Hausti,
 Um haustið þá var Bliki BA á netum og landaði að mestu í Hafnarfirði.  
var veiðin fremur róleg, 26 tonn í 10 róðrum í september og 25 tonn í 10 róðrum í nóvember,

Heildaraflinn alls
424,1 tonn í 111 róðrum eða 3,8 tonn í róðri,


Bliki BA mynd Tryggvi Sigurðsson