Bátur nr 647. Reginn HF árið 2001

ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 71 sem ég skrifa um

Þessi bátur er ekki stór en hann fiskaði mjög vel árið 2001, öfugt við marga aðra báta sem fjallað hefur verið um hérna í þessum pistlum mínum,

Hann var númer 647 og hét Reginn HF árið 2001.  

ÞEssi bátur hét í mörg ár Helga Björg HU og stundaði rækjuveiðar frá Skagaströnd og það var skrifað um þennan bát á Aflafrettir 


Vertíð

 Janúar byrjaði mjög rólega því að aflinn var einungis 6,7 tonn í 10 róðrum og febrúar var ekkert skárri var með 7,8 tonní 8,

mars var feikilega góður mánuður því að aflinn var 97 tonn í 30 róðrum  og þar af 15,6 tonn í einni löndun, sem er nú fullfermi h já bátnum því að Reginn HF var ekki  nema 24 tonn að stærð

Apríl var feikilega góður því að Reginn HF réri og réri og var einn af fáum bátum sem réru í verkfallinu og óhætt er að segja að Reginn HF hafi fiskað mjög vel

landaði alls 101 tonni í 23 róðrum eða 4,4 tonn í róðri.  mest 12,5 tonn í róðri,

og í maí að 11 þá var aflinn 43 tonní 9 róðrum 

Vertíðaraflinn var feikilega góður miðað við stærð bátsins og var hann 255 tonn í 80 róðrum ,

 Sumar,
Reginn HF stundaði humarveiðar um sumarið  og var humaraflinn 15,4 tonn.
Reginn HF var ekki stór bátur og óhætt að segja að REginn HF hafi verið minnsti humarbáturinn 

 Haust.
Um haustið þá stundaði Reginn HF netaveiðar og var aflinn frekar rólegur þó var ágætt í september 15,5 tonn í 10 róðrum ,

Heildaraflinn árið 2001  316 tonn í 130 róðrum 


Reginn HF mynd Hafþór Hreiðarsson