Bátur nr 733. árið 2001. Siggi Magg GK

ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 75 sem ég skrifa um

Þessi bátur átti sér langa sögu á íslandi og báturinn endaði ævi sína sem kvikmyndastjarna,

Númer 733 og hét árið 2001.  Siggi Magg GK 355.  Þekktastur var þessi bátur undir nafninu Reynir,  og var þá t.d Reynir AK,  Reynir AR og lengst af í Grindavík sem Reynir GK

Báturinn lét stórt hlutverk í myndinni Djúpið eftir Baltasar Kormák sem fjallaði um slysið þegar að Hellisey VE fórst og Guðlaugur synti í land.  
Atriðið þar sem að báturinn hvoldi var t.d tekið upp við bryggju í Helguvík.

 Vertíðin
 Siggi magg GK átti nokkuð vertíð öfugt við marga báta.

Báturinn byrjaði á línuveiðum í janúar og gekk það nokkuð vel.  var með 39 tonní 9 róðrum og mest 9 tonn í róðri,

báturinn fór á net í febrúar og var það ekkert spes,

í mars þá var báturinn með 114 tonn í 21 róðrum og mest 14,6 tonn,

og Siggi Magg GK réri í apríl fárra báta og fekk feikilega vel,

Var með 159 tonn í 17 róðrum og mest 19 tonn í róðri,

Vertíðaraflinn var nokkuð góður eða 

345 tonn í 56 róðrum 

 Sumar,
 lítið var róið um sumarið enn þó var báturinn á lúðuveiðum og var með um 11 tonn af lúðu um sumarið,

 Haust,
 Siggi Magg GK stundaði einungis netaveiðar í september og landaði þá alls 25 tonnum í 14 róðrum ,

Heildaraflinn árið 2001
407 tonn í 85 róðrum eða 4,8 tonn í róðri,


Siggi MAgg GK mynd Hafþór Hreiðarsson