Bátur nr. 89. Happasæll KE árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 10 sem ég skrifa um 

Þennan bát þekkja nú allir.  Hann er númer 89 og er að verða einn þekktasti netabátur íslands.  

Árið 2001 hét báturinn Happasæll KE og báturinn er gerður út á fullu árið 2018.  og heitir Grímsnes GK,

Árið 2001 þá stundaði báturinn netaveiðar allt árið og er því annar báturinn í þessu yfirliti sem stundar þær veiðar.  Hinn báturinn var númer 84, Gandí VE,

 Vertíðin,

 hún var ansi góð.  báturinn landaði t.d 177 tonnum í janúar í 12 róðrum og mest 28,6 tonn,

Febrúar var 149 tonní 13

og mars 332 tonní 14 og mest 61,5 tonn í einni löndun,
og má geta þess að báturinn lenti í mokveiði því á tveimur dögum þa´landaði báturinn 96 tonnum,

Vertíðin var alls 658 tonn í 39 róðrum ,

 Sumarið,

 Happasæll stundaði veiðar í net alla mánuðina um sumarið og var ágúst ansi góður því þá landaði báturinn 177 tonnum í 11 róðrum 

Alls var aflinn um sumarið 416 tonn sem er ansi gott miðað við netaveiðar,

 Haustið,
 Veiðin var treg um haustið einungis 166 tonn,

Heildaraflinn var samt góður,

alls 1265,2 tonn í 92 róðrum eða tæp 14 tonn í róðri,


Happasæll KE Mynd Guðmundur St Valdimarsson