Bátur nr.137. Sandvikingur ÁR árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 19 sem ég skrifa um

Eins og fram hefur komið hérna í þessum 18 pistlum mínum þá var sjómannaverkfall í gangi allan apríl og langt fram í maí.  einungis máttu bátar róa þar sem að eigendur bátanna voru umborð,  og smábátar,

Ævi þessa báts endaði árið 2012 þegar að hann var rifinn

Þessi bátur var númer 137 og hét árið 2001, Sandvíkingur ÁR ,  var lengi vel í Þorlákshöfn og hét þá Njörður ÁR.  Þessi bátur var einn af örfáum sem réri alla vertíðina og það þýddi að eigendur bátsins réru á honum ,

 Vertíðin,
 
 Þótt að báturinn næði að róa alla vertíðina til vertíðarloka 11.maí þá náði samt báturinn ekki yfir 400 tonna viðmiðið.  var vertíðaraflinn 371 tonn í 72 róðrum um 5 tonn í róðri.   best var í mars 136 tonní 24 róðrum.  í apríl þá var báturinn emð 92 tonní 14 og í maí til vertíðarloka 48 tonn í 9 og þar kom stærsti róðurinn 17,6 tonn,

Eftir vertíðina þá hélt báturinn áfram á netum og var á netum út maí.  

 Haustið,
 Engum afla landaði báturinn um sumarið og fór ekki á veiðar fyrr enn í nóvember og var þá áfram á netum enn frá nokkuð furðulegum stað. því að báturinn var að landa á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal.  ansi sjaldgjæft að svona stór bátur væri á netum þaðan,

um haustið þá landaði báturinn 26 tonnum í 12 róðrum,

Heildaraflinn hjá 137 bátnum var því 444 tonn í 95 róðrum 


Sandvíkingur ÁR mynd Tryggvi Sigurðsson