Bátur nr.151. María Júlía BA árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 20 sem ég skrifa um

Hérna er án efa einn af frægari bátum sem hafa flotið við Ísland.  ÞEssi bátur byrjaði sem varðskip og var það í 19 ár frá 1950 til 1969 og tók meðal annars þátt í 2 þorskastríðum.  þegar landhelgin var færð í 4 sjómílur árið 1952 .   líka þegar landhelgin var færð í 12 mílur árið 1958

Þessi bátur var númer 151 og hét María Júlía BA og báturinn hét þessi nafni frá því að hann var smíðaður árið 1950.  Þessi bátur er ennþá til  og liggur núna í Ísafjarðarhöfn og átti að gera hann upp enn ástand bátsins er ansi bágborið og nú hefur verið rætt um það að rífa eigi bátinn,

Enn hvað um það við skulum skoða árið 2001,

Vertíðin

 Báturinn stundaði línuveiðar á vertíðinni og landaði aflanum á Tálknafirði. var vertíðaraflinn 255 tonn í 42 róðrum og mest 101 tonn í febrúar í 15 róðrum og mest 12,5 tonn,

ekki var báturinn gerður út um sumarið .

 Haustið

 Um haustið þá fór báturinn á net og var á netum um haustið og landaði um 100 tonnum, desember nokkuð góður eða um 30 tonn og mest 6,6 tonn,

Heildaraflinn á árinu 2001 hjá bátnum var 354 tonn í 82 róðrum 


María Júlía BA mynd Níels Adolf


MaríaJúlía BA árið 2017.  Mynd Þórhallur Sófusson Gjörvea