Bátur nr.260. Sveinbjörn Jakopsson SH árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 46 sem ég skrifa um.

Þessi bátur má segja að sé æði merkilegur.   Ólafsvík hefur alltaf verið nokkuð mikil verstöð.  bátar sem hafa verið gerður út þaðan eru margir en þó var einn bátur sem kom til Ólafsvíkur árið 1964 og var þessi bátur gerður út frá Ólafsvík með sama nafninu fram til ársins 2006.
já eg er að tala um bát númer 260.  Sveinbjörn Jakopsson SH.
Sveinbjörn Jakopsson SH er annar eikarbáturinn sem ég fjalla um í þessum pistil mínum og þessi bátur er sá fyrsti sem ég skrifa um sem hefur haldið sama nafni sínu frá smíðaárið að árið 2001 sem við erum að skoða,

Þessi bátur er til í dag og heitir Garðar ÞH og er hvalaskoðunarbátur frá Húsavík,

 Vertíðin,

 Engin mokveiði var og þó réri báturinn alla vertíðina til lokadaga sem er 11.maí,

aflinn í janúar var 89 tonní 22 róðrum 

Febrúar 87 tonn í 17

April 66 tonn í 10.


Vertíðaraflinn alls 345,9 tonn í 73 róðrum.


 Sumar

 Báturinn réri einungis að hluta í júní og landaði 31 tonn í 4 róðrum og mest 22,5 tonn,


 Haust,

Báturinn stundaði veiðar á dragnót allt árið 2001 og um haustið þá var veiðin svona þokkaleg.  mest í september 66 tonn í 19 róðrum og nóvember 62 tonn í 10,


Sveinbjörn jakopsson SH fór í mjög marga róðra árið 2001 eða alls 150 enn aflinn var frekar dræmur þrátt fyrir alla þessa róðra,

heildaraflinn 612 tonn í 150 róðrum eða 4,1 tonn í róðri,


Sveinbjörn Jakopsson SH mynd Hafþór Hreiðarsson