Bátur nr.91. Þórir SF árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 11 sem ég skrifa um.

Þessi bátur var með númerið 91. og hét árið 2001.  Þórir SF:

Þessi bátur átti ansi farsæla sögu og kanski hvað merkilegast við þá sögu er að báturinn var ekki með mörg nöfn öll árin sem báturinn var gerður út.  Helga RE og Þórir SF.

Vertíðin.
 Hún var svo sem ekkert sérstök.  Þórir SF var á netum og var aflinn í janúar og febrúar mjög slakur.  ekki nema 22 tonní 6 róðrum í janúar, og aðeins 66 tonn í febrúar,

Mars var ágætur.  aflinn 244,5 tonn og mest 44,3 tonn í einni löndun,

Vertíðaraflinn alls 332 tonn sem er ansi lélegur vertíðarafli,

 Sumarið,

Ólíkt núverandi Þóri SF sem stundar humarveiðar á fór þessi Þórir á rækjuveiðar og þær gengu mjög vel.

Reyndar þá var báturinn á netum nokkra daga í lok maí og landaði 43 tonnum í 7 róðrum ,

Rækjuaflinn um sumarið var 239,4 tonn og mest í júlí 103 tonní 5 róðrum, ,
Athygli vekur að Þórir SF var að landa þessari rækju á höfnuim sem eru kanski ekki mikið um rækjulandanir í,

Seyðisfirði og Fáskrúðsfirði,

 Haustið,

Mokveiði var á rækjunni hjá Þórir  SF í september og landaði báturinn 155,5 tonnum í 5 róðrum og mest 38 tonn af rækju í einni löndun,

Báturinn var á rækju fram í lok nóvember,

Fór síðan á net um miðjan desember og landaði 21 tonni í 5 róðrum,

Heildaraflinn árið 2001 var 

856,9 tonní 71 róðrum 

og af því þá var rækja 461 tonn í 23 róðrum eða 20 tonn í róðri,


Þórir SF mynd Þór Jónsson