Berglín GK aftur í útgerð, enn með nýju sniði.

Alveg frá því að togveiðar voru fyrst stundaðar á Íslandsmiðum þá var það mjög algengt að togarar silgdu út með aflann og þá til 


sölu bæði í Bretlandi og Þýskalandi, reyndar var líka farið til Belgíu og Frakklands, en það var í frekar litlu mæli,

þegar að íslenski bátaflotinn fór að stækka uppúr 1960 og fram til 1980 þá silgdu bátar oft út með afla og var það þá iðulega um sumar eða þá um haust

 og var þá veidd á línu, net eða þá troll,

Togararnir aftur á móti silgdu sumir hverjir allt árið eins og t.d Karlsefni RE, Ýmir HF, Ögri RE og Vigri RE svo dæmi séu tekinn.

núna á þessari öld þá hafa siglingar íslenska togara og báta verið mjög lítið um.  það var aðeins í byrjun þessarar aldar sem að Magni Jóhannsson 

útgerðarmaður var með Breka VE og Sunnu KE og hann silgdi með aflan erlendis, og síðan lét Þorbjörn einn árið alla línubátanna sína sigla með aflann sinn erlendis,

Undanfarin 14 ár eða svo þá hefur enginn íslenskur togari eða bátur silgt út

en það gæti breyst.

Eins og greint var frá hérna á Aflafrettir núna í byrjun ár þá tók Nesfiskur ehf þá ákvörðun að leggja togaranum Berglínu GK.

Til stóð að selja togarann, en nú hefur verið tekin ákvörðun um að setja togarann aftur í rekstur enn reyndar þá með aðeins öðruvísi sniði enn vanalega

því planið er að gera Berglínu GK út og hann muni einungis sigla út með aflann og þá aðallega á Bremerhaven í Þýskalandi.

Verð á mörkuðum þar úti hafa verið góð, enn þónokkuð af gámafiski fer erlendis.   Berglín GK getur tekið í það mesta um 130 tonn sem er alveg fullfermi hjá bátnum.

Búið var að taka öll veiðarfæri úr bátnum en þau verða sett í hann aftur núna eftir helgi og mun togarinn fara til veiða um miðja næstu viku.


Berglín GK mynd Gisli Reynisson