Bíldsey SH orðin fagurrauður

Þegar litið er yfir bátanna sem eru í flokknum bátar yfir 21 BT hérna á Aflafrettir þá sést að meirihluti bátanna þar


er hvítur að lit.  mjög fáir bátar hafa annan lit enn hvítan sem aðallit. t.d er Vigur SF blár og Bíldsey SH er fallega rauður á litinn,

Bíldsey SH kom úr slipp fyrir nokkrum dögum síðan þar sem að heldur betur var útlit bátsins bætt.

báturinn orðin fallega rauður á litinn.

Bíldey SH er einn af fáum bátum á listanum bátar yfir 21 BT sem landar öllum afla sínum á fiskmarkaði,

í sumar þá átti báturinn ansi gott tímabil því að verð á mörkuðum voru mjög há, og má segja að 

aflaverðmæti hjá Bíldsey SH hafi verið umtalsvert hærra enn hjá þeim bátum sem ekki eru að landa á fiskmarkaði.

Nokkuð stór kvóti er á bátnum eða um 1180 tonn miðað við þorskígildi 






*Myndir Stálorka


Mynd Gísli Hauksson