Bryggjulíf á Stöðvarfirði.29.11.2017

Veiðin hjá línubátunum sem róa fyrir austan hefur verið svona þokkaleg.  eftir bræluna sem gerði núna síðustu helgi þá hefur veiðin aukist mikið hjá bátunum ,



Núna í kvöld 29.11.2017 þá var mikið um að vera á Stöðvarfirði, enn þá voru ansi margir bátar þar að landa afla.  

Kristján Ásgeirsson sem er á Gísla Súrssyni GK myndaði bryggjulífið þarna á Stöðvarfirði núna í kvöld, enn höfnin á Stöðvarfirði er nú ekki stór. enn nóg var um að vera,

Steinunn HF var með fullfermi um 13 til 14 tonn.

Gísli Súrsson GK var með um 13 tonn,

Svo var Sandfell SU að landa þarna

Sæbjúgubáturinn Þristur BA var líka að landa þarna enn hann virtist vera að fiska vel miðað við fjölda kara sem eru á bryggjunni,

áður þá hafði Klettur ÍS landað afla 


Öllum aflanum var ekið suður til vinnslu nema aflanum af Sandfelli SU sem var ekið til Fáskrúðsfjarðar til vinnslu þar,

Læt ég annars myndirnar tala og minni ykkur lesendur á að þið getið sent Aflafrettir.is myndir af sjónuim eða hvað sem ykkur dettur í hug.  hægt að nota margar leiðir t.d gisli@aflafrettir.is.  eða facebook.  

Bestur þakkir Kristján fyrir þessar myndir


Steinunn HF með um 13 tonn Sandfell SU fyrir aftan

Gísli Súrsson GK með um 13 tonn

Sæbjúgubáturinn Þristur BA að landa.  
Híft úr Gísla Súrssyni GK

Ísað

Allt svo flutt suður til vinnslu

Þarna í baksýn sést aðeins í trukkana sem flytja fiskinn suður

Nóg að gera hjá lyftaragaurnuim