Bryggjurölt á Dalvík. 13.janúar.2018


Það eru ekki margir bátar hérna á landinu sem róa á netum allt árið um kring.  

helst eru það bátarnir sem að Hólmgrímur gerir út.  Grímnes GK og Maron GK.  

Þó er að finna einn bát á norðurlandinu sem rær á netum allt árið.

Sæþór EA sem er í eigu G. Ben útgerðarfélags og skráður á Árskógsströnd  er um 30 tonna plastbátur sem rær á netum allt árið.

Ég er staddur á Akureyri þessa helgina 12 til 14 janúar og fór til Dalvíkur með hóp á skíði og náði þá loksins að mynda Sæþór EA , enn mikil vöntun hefur verið á myndum af bátnum.

Veiðin var um 3 tonn hjá þeim sem fékkst í 6 trossur.  voru þeir með netin út af mynni Héðinsfjarðar.  

Athygli vakti af mikil og stór karfi var í netunum og sögðu þeir um borð að það voru mjög algengt að fá góðan og stóran karfa þarna í netin.  eitthvað sem að netabátar fyrir sunnan fá svo til ekki í netin


 


Fallegt veður var þegar þeir komu í land

ansi voldugur báturinn.  athygli vekur litla rennan þarna aftan á.  þarna henda þeir drekunum og baujunum út

mikil og stór lest er í bátnum.  hafa þeir komið með um 22 tonn í körum sem allt var í lestinni


Arnþór skipstjóri þarna vinstra meginn við körin.  Allur aflinn fór á markað

Stór og góður karfi sem þeir á Sæþór EA fengu.  deginum áður þá fengu þeir fullt kar af karfa í netin
Myndi Gísli Reynisson