Bull og vitleysa, enn samt ekki allt, 1.apríl 2023

í gær 1.apríl árið 2023


var skrifuð " frétt " um að Valbjörn Ehf í Sandgerði hefði keypt bátinn Úranus SH sem var áður Særif SH.

" fréttin" vakti ansi mikil viðbrögð og um 11 þúsund manns lásu "fréttina"

Sumir voru ekkert að gleypa við þessu, aðrir voru hneysklaðir á að enn einn risin væri að koma

því að Valbjörn Ehf var dótturfyrirtæki SAmherja 

þetta var í raun uppspuni, enda 1.apríl enn þó voru nokkrir sem hlupu á fréttina .

Reyndar er nú ekki allt sem var skrifað í " fréttinni " bull, 

því að jú Valbjörn HF var fyrirtæki í Sandgerði sem gerði út togara sem hétu Haukur GK

og síðan báta sem hétur Erling GK.

Geir Goði GK var líka bátur sem að Miðnes HF í Sandgerði átti, og jú hann var rauður,

og jú Melnes á Rifi átti gamla Særif SH sem var skipt út fyrir gamla Indriða Kristins BA.

og jú Samherji rekur reyndar ekki fiskvinnslu í Sandgerði, heldur stórt og mikið laxavinnslu.

svo er nú aldrei að vita hvort að þetta rætist og að Samherji hefji útgert frá SAnderði.


Haukur GK mynd Sverrir Aðalsteinsson