Dragnótaveiðar hjá Kára GK í maí árið 1997

Maí mánuður hefur í gegnum árin verið ansi góður mánuður gagnvart þeim bátum sem hafa stundað dragnótaveiðar.


skiptir þá í raun ekki hvort um sé verið að ræða dragnótaveiðar frá Breiðarfirði , Suðurnesjunum eða víðar um landið.

á Árunum 1980 til rúmlega 2000 þá voru mjög margir bátar á dragnótaveiðum frá Suðurnesjunum yfir vertíðina 

og bátarnir sem réru frá Sandgerði og Grindavík réru margir hverjir á miðin útaf Hafnarbergi  og þar í kring,

Flestir bátanna réru frá Sandgerði en það voru í það minnsta tveir bátar sem áttu sér Grindavík sem aðallöndarhöfn

Kári GK
og annar þeirra átti sér 40 ára sögu í útgerð frá Gríndavík.

þetta var báturinn Kári GK 146 sem var 36 tonna bátur og 19 metra langur.

Kári  GK átti vægast sagt mjög góðan maí mánuð árið 1997, þegar að báturinn landaði alls 124,3 tonn í 17 róðrum á dragnót

þetta gerir 7,3 tonn í róðri, og stærsti róður 16,2 tonn sem er nú svo til fullfermi hjá bátnum,

Hérna að neðan má sjá afla per dag hjá Kára GK á dragnót, og eins og sést þá var mesta veiðin í byrjun maí, en dró síðan úr henni.

Ef við kikjum á vikur þá var vika númer 2 í maí.  sem var frá 4 maí til 10 maí, besta vika Kára GK,

því þá landaði báturinn alls 58,9 tonnum í aðeins fimm róðrum, sem gerir 11,8 tonn í róðri


Dagur Afli
1.5 8.3
2.5 9.4
3.5 11.6
5.5 16.2
6.5 14.4
7.5 8.4
8.5 10.4
9.5 9.5
12.5 5.3
14.5 4.6
15.5 6.5
19.5 4.2
20.5 6.6
21.5 2.4
22.5 1.3
26.5 3.5
28.5 1.9


Kári GK mynd Tryggi Sigurðsson