Drekkhlaðið Litlanes ÞH, tæp 20 tonn, 2017
Heldur betur búið að vera mokveiði núna fyrir austan Djúpavog og bátar þar hafa verið að tvílanda .
Baldur Hauksson skipstjóri á Litlanesi ÞH setti heldur betur vel í bátinn sinn, því að þeir komu til Djúpavogs núna í dag með metafla á þessum báti. því að landað var úr bátnum 19,5 tonn.
Baldur lagði alls 14 þúsund króka, enn vegna mikillar veiði þá þegar hann var búinn að draga 11200 króka þá var báturinn orðinn kjaftfullur og því skildu þeir eftir 2800 króka í sjó.
miðað við bala þá er þetta rosaleg veiði. eða 782 kíló per bala,
Þegar Aflafrettir höfðu samband við Baldur þá var hann á leiðinni aftur á miðin og hann bjóst við annari eins mokveiði og var. Baldur sagði að aflinn væri mjög stór og góður þorskur, og sagði hann að lóðningar væru mjög miklar þarna. Allur aflinn af Litlanesi ÞH fer til vinnslu á Þórshöfn.
Sunnutindur SU sem landar á Djúpavogi þurfti líka að skilja eftir línu og var hann með 14 til 15 tonn á landleið sem fékkst á 10 rekka eða um 11þúsund króka.


Allt fullt um borð í Litlanesi


Myndir maríus Lawrens Sölvason,