Ebbi AK seldur til Grímseyjar

Eins og fram kemur í frétt hérna að þá hefur Eymar hætt sjómennsku og útgerð á Ebba AK frá Akranesi,


enn saga bátsins er ekki lokið því að núna hefur Ebbi AK verið seldur til Grímseyjar

og kaupandinn þar er útgerðin AGS ehf sem gerir út Þorleif EA.

Sú útgerð á sér líka langa sögu eins og Eymar, en bátar með nafninu Þorleifur EA hafa verið gerðir út 

frá Grímsey í hátt í 40 ár, og þeirra stærstur var stálbáturinn Þorleifur EA sem í dag heitir Stapafell SH

núverandi Þorleifur EA var lengi áður Dögg SF, en var breytt í netabát eftir að báturinn var seldur og fékk þá nafnið Lundey SK

Ebbi AK sem mun fá nafnið Þorleifur EA er töluvert mikið stærri bátur enn núverandi Þorleifur EA

því að núverandi Þorleifur EA er um 15 tonna bátur ern Ebbi AK  er um 30 tonn af stærð.

Báturinn hefur mest alla sína sögu síðan hann var smíðaður árið 2007 verið gerður út á netum og mun halda því

áfram með nafninu Þorleifur EA.

Ebbi AK sem mun fá nafnið Þorleifur EA er kominn til Grímseyjar

Ebbi AK mynd Arnbjörn Eirkíksson