Þeir geta vera ansi litlir nótabátar í Noregi. Alken SF-217-SU

ansi gaman að renna í gegnum aflatölurnar frá Noregi sem ég hef komist höndum yfir,


á Íslandi þá eru það aðeins stóru uppsjávarskipin sem mega veiða síld og makríl,

enn í Noregi þá er það ekki þannig,

heldur geta litlir bátar líka veitt síld og makríl og sumir þeirra er mjög litlir,

Hérna er einn sem heitir Alken SF-217-SU.

Þessi bátur er aðeins 9,4 metrar á lengd og 3 metrar á breidd og mælist 8 tonn.

hann er smíðaður árið 1982 úr plasti og í honum er 85 hestafla vél,

Báturinn er gerður frá Suður Noregi 

Núna í ár þá hefur þessi litli bátur landað alls 340 tonnum og af því þá er síld 253 tonn og makríll 87 tonn.

báturinn er einnig með ansi góðan ufsa kvóta eða 318 tonna ufsakvóta,


Alken Mynd Nuel Landa


Alken Með nótina mynd Nuel Landa