Þekkt nafn komið aftur í Útgerð, Ólafur GK
Stutt er í að strandveiðitímabilið árið 2025 hefjist, og það eru ansi margir bátar sem munu fara á þær veiðar.
nýverið þá kom til Sandgerðis bátur sem hafði nafn sem á sér mjög langa sögu í útgerð í Grindavík
þetta var sómabátur sem heitir Ólafur GK 133. eigandinn af honum er fyrirtækið Grindjáni ehf, en það fyrirtæki átti bátinn
Fyrir Þjóðina ehf
Grindjána GK, en fyrirtækinu var skipt upp og fyrirtækið sem á Grindjána GK í dag heitir, Fyrir Þjóðina ehf.
Eigandi af Grindjána ehf er Eiríkur Dagbjartsson en hann var lengi útgerðarstjóri Þorbjarnar ehf í Grindavík.
Ólafur GK 33
Þetta nafn á báti Ólafur GK á sér mjög langa sögu í Grindavík.
Árið 1964 þá var bátur sem var 36 brl að stærð og hét Friðrik Sigurðsson ÁR , seldur til Grindavíkur og fékk þar nafnið Ólafur GK 33.
Þessi bátur var gerður út í Grindavík í til ársins 1994, eða í 30 ár.
Ólafur GK 33 númer 2
þá var yngri og stærri bátur keyptur sem líka fékk nafnið´Ólafur GK 33. sá bátur hafði skipaskrárnúmerið 1105
Sá bátur kom til Grindavík árið 1994 og var gerður út til 2000.
Kínabáturinn Ólafur GK 33
Þegar að Kínabátarnir svokölluðu komu til landsins árið 2001. En Kínabátarnir eru ennþá til í útgerð á Íslandi í dag, t.d Matthías SH , Gunnar Bjarnason SH, ( sem verður Hafdís SK)
Siggi Bjarna GK og Benni Sæm GK svo nokkrir séu nefndir
Kínabátarnir voru alls 9, og einn af þeim var nýr Ólafur GK 33.
Nýi Ólafur GK sem var grár á litinn eins og hinir tveir bátarnir sem hétur Ólafur GK
fór aldrei til veiða hérna á Íslandi heldur var báturinn seldur til Grænlands.
MArs árið 1992
Eiríkur sem á Ólaf GK 133, var skipstjóri á Ólafi GK 33 í alls 9 ár, en hann var þá skipstjóri á fyrsta Ólafi GK.
og í mars árið 1992 þá var báturinn að klára löndun í Grindavík þegar netabáturinn Ársæll Sigurðsson HF var á leið
inn til Grindavíkur, en báturinn fékk á sig brot og hvolfdi bátnum. Hafsteinn Sæmundsson sá þegar að ÁRsæll Sigurðsson HF
fór á hliðina og kom æðandi niður á bryggju og beint að Ólafi GK, og lét vita. Eiríkur og hans áhöfn á Ólafi GK
fóru strax út og náðu að bjarga 5 manna áhöfn bátsins við mjög erfiðar aðstæður.
Afhverju ekki GK 33, heldur GK 133
Eitt einkennir alla þessa þrjá báta sem hafa heitið Ólafur GK, en það er að þeir voru allir GK 33.
þegar að Eiríkur kaupir bátin sem núna er Ólafur GK 133, þá var GK 33 ekki laust
því það númer er á línubátnum Margréti GK 33 sem Nesfiskur á.
svo Eiríkur smellti bara tölunni 1 á undan 33, og því er nýi báturinn ÓIafur GK 133.




Ólafur GK 133 Myndir Gísli Reynisson

Kínabáturinn Ólafur GK 33 Mynd Tryggvi Sigurðsson

Ólafur GK númer 2 í röðinni, Myndi Tryggvi Sigurðsson

Ólafur GK sem var í 30 ár í Grindavík, Mynd Tryggvi Sigurðsson