Endalok Marons GK. sknr 363


Þetta ár 2023 er búið að vera vægast sagt mjög stormasamt fyrir útgerðarmanninn Hólmgrím Sigvaldson.  
mikill eldur kom upp í Grímsnesi GK  í maí á þessu ári og var báturinn dæmdur ónýtur eftir það.

þá átti Hólmgrímur eftir netabátanna Halldór Afa GK og Maron GK. 

en í ágúst þá bilaði Maron GK það alvarlega að hann hefur legið við bryggju í Njarðvík síðan.
enn bilun kom upp í spilbúnaði bátsins, og svo var kominn tími á yfirhalningu á vél og ljósavél.

Smávegis kvóti var á Grímsnesi GK sem var síðan færður yfir á Maron GK en núna hefur sá kvóti verið seldur
hann fór nokkuð víða,. smá þorskur fór á Vörð ÞH og Skinney SF 
en að mestu fór kvótinn yfir á Rifsnes SH,  um 150 þorskígildistonn.

Þó svo að Hólmgrímur hafi misst tvo af þekktustu netabátum landsins, Grímsnes GK og Maron GK , þá lætur hann það ekki stoppa sig
og leigði Friðrik Sigurðsson ÁR út vertíðina 2024, enn Sigurður Haraldsson sem á Svölu Dís KE og Unu KE er skipstjóri á Friðriki

ásamt Friðriki þá hefur Addi Afi GK og Svala Dís GK lika verið að veiða fyrir hann,

En hvað verður þá um Maron GK?.

Maron GK  er ansi merkilegur,  er einn af elstu stálbátunum sem eru gerðir út á ÍSlandi,  
Báturinn var smíðaður árið 1955 og er annar bátur til á Íslandi núna líka smíðaður árið 1995, sá bátur heitir Grímsey ST
rétt á eftir þeim þá er Hafrún HU sem er smíðaður árið 1956.

Maron GK á sér mjög langa sögu í útgerð á Suðurnesjunum, því báturinn er búinn að vera gerður út þaðan núna í um 30 ár

Einar Magnússon átti bátinn í um 10 ár og hét þá báturinn Ósk KE, og mokveiddi Einar á bátinn,

Nesfiskur eignaðist bátinn og átti bátinn í um fjögur ár, og hét báturinn þá Þórunn GK,
síðan kaupir Hólmgrímur bátinn og báturinn fær nafnið Maron GK 522 árið 2007 og hefur haldið því nafni síðan þá.

Skipstjóri lengst af á Maroni GK hefur verið Birgir Sigurðsson, eða Biggi eins og hann er kallaður.

 Varðveita Maron GK
á Suðurnesjunum eru tveir bátar uppá landi sem eru varðveittir, í Keflavík er Baldur KE og í Garðinum er Hólmsteinn GK.

Saga báts 363 sem er skipaskrárnúmerið á Maroni GK er ekki síður merkileg eins og saga Baldurs KE og Hólmsteins GK

og því ætti hiklaust að varðveita bátinn uppá landi, því þessi bátur á sér langa og mjög fengsæla og farsæla sögu þau 68ár sem að báturinn hefur verið gerður út

Hérna eru tvö myndbönd sem ég hef tekið af þessum fallega báti.

Maron GK mynd Gísli reynisson