Enginn á sjó nema Margrét GK

Þvílík hörmungar byrjun á vertíðinni 2022.  annar eins langur brælukafli hefur ekki sést í það minnsta sunnanlands.


árið 2022 byrjaði svo sem ágætlega, bátarnir komust í 2 róðra enn síðan varð allt stopp,

bátarnir sem róa í Grindavík, SAndgerði og Þorlákshöfn, gátu ekkert róið í um 11 daga enn í dag 15.janúar er nokkur floti af veiðum,

einn bátur missti þó af þessum tveimur fyrstu góðviðrisdögunum í janúar og var það Margrét GK

MArgrét GK þurfti að fara í slipp í Njarðvík eftir að smá leki kom upp með ásþétti og missti því að þessum tveimur fyrstu dögunum 

sem allur flotinn komst á sjóinn snemma á árinu 2022.

síðan kom þessi langi, mjög langi brælukafli var þá komust bátarnir ekkert á sjóinn,  enn þar sem að MArgrét GK var í Njarðvíkurhöfn, þá komst báturinn sem þá var undir 

skipstjórn Árna Bergssonar í einn róður og lagði þá línuna við Garðskagavita, var aflinn þar um 2,8 tonn,

14.janúar þá loksins komst Margrét GK á sjóinn á sín hefbundnu línumið útaf sandgerði og var báturinn sá eini af línubátunum fyrir

sunnan á sjó þann dag.   Sagði Árni að það hefði verið skítakaldi enn slapp.

´Árni var með um 17 þúsund króka eða um 40 bala og kom í land til Sandgerðis með um 10,5 tonn sem gerir um 263 kg á bala.

Þar með er Margrét GK búinn að ná hinum línubátunum varðandi róðra frá Suðurnesjunum.


Margrét GK mynd Gísli Reynisson 


Margrét GK í höfn 14.janúar, mynd reynir SVeinsson