Er rækjuvertíðin búinn?

Það er orðið ansi lítið um fína drætti núna varðandi rækjuveiðarnar,  


því er staðan  þannig að enginn bátur eða togari er á rækjuveiðum, hvorki í úthafinu eða í innanfjarðarækjunni.

Óvenjulega stutt rækjuvertíð því veiðar byrjuðu ekki fyrr enn sirka í febrúar og það lítur út fyrir að henni sé lokið.

Þeir togarar sem voru á veiðum , T.d Sóley Sigurjóns GK, Berglín 'GK,  Múlaberg SI eru allir hættir veiðum og komnir á fiskitroll

Frosti ÞH og Vestri BA eru líka hættir.  Vestri BA kominn á trollið og Frosti ÞH kominn í slipp.

Klakkur ÍS er í endurbótum í Reykjavík og búið er að mála hann og verið að setja í hann veltitank,

Annars er búið að veiða alls um 3883 tonn af rækju núna í ár og er Sóley Sigurjóns GK hæstur með 852 tonn, Múlaberg SI með 636 tonn.

þó svo að veiðin sé nokkuð góð þá eru svo fáir bátar á veiðum og það gerir það að verkum að aflinn er ekki meiri hann er.

þetta er gríðarlega mikill munur frá t.d árunum fyrir aldamót.

t.d má nefna að árið 1994 þá voru veitt 64 þúsund tonn af rækju

árið 1995 voru veidd 66 þúsund tonn af rækju.

og á þessum tíma þá voru bátar sem voru á rækju allt árið, og sumir hverjir náðu að veiða yfir 1000 tonna á árinu.

Eins og staðan er núna þá er ólíkegt að einhver bátur fari á rækjuveiðar það sem eftir er af árinu, því að nú hefur Hafró lagt til að

engar veiðar verði í Ísafjarðardjúpinu 

KAnski eina skipið sem mögulega fer eitthvað á rækjuveiðar er Klakkur ÍS enn hann hefur að mestu haldið sig á rækjuveiðum.


Klakkur ÍS mynd Gísli Reynisson