Eymar á Ebba AK er hættur

Akranes.  Eitt sinn var mikið líf og fjör í höfninni á Akranesi,  fjölmargir togarar sem og bátar voru gerðir út frá Akranesi.


Síðan fara sameiningar fyrirtækja í gang og bátunum fækkar, eftir stóð Haraldur Böðvarsson HF sem var skammstafað HB.

Akranes og Sandgerði
Árið 1996 þá sameinaðist HB, Miðnesi HF í Sandgerði og við það þá hurfu frá Sandgerði tveir togarar, eitt loðnuskip og fjórir bátar.

 var það mikill áfall fyrir Sandgerðinga að missa Miðnes HF, en HB sagan fór nú reyndar þannig að HB var sameinað Granda sem í dag er Brim ehf

og núna árið 2025 þá eru allir togarar farnir í burtu frá Akranesi, flest allir bátarnir farnir og lítið um Fiskvinnslu á Akranesi.

bátunum sem eru á Akranesi hefur líka fækkað mjög mikið og litlar útgerðir hafa verið fáar. en þó voru þarna tvær útgerðir sem áttu sér langa sögu

Ísak AK og Ebbi AK
það var útgerðin sem gerði út Ísak AK sem Ísak AK var seldur til Eskju árið 2021, en báturinn er ennþá á Akranesi.

hin útgerðin er Ebbi Útgerð ehf sem gerir út bátinn Ebba AK 37.  en sú útgerð á sér orðið yfir 40 ára sögu á Akranesi,  og var útgerðin 

kvótahæsta útgerðin á Akranesi, utan vi ð Brim ehf sem er með Víking AK og Akurey AK skráða á Akranesi.

En núna hefur Eymar Einarsson skipstjóri og eigandi af Ebba AK selt útgerðina til Loðnuvinnslunar og kvótinn af bátnum 

er kominn yfir á Sandfell .

 Löng saga Eymars
Eymar á sér langa sögu á sjó, en hann var fyrst lögskráður fyrir 58 árum síðan og fyrsti báturinn sem hann var skráður á var Sólfari AK

á þessum langa ferli hefur hann aðeins átt þrjá báta og allir þessir bátar hafa heitið Ebbi, en nafnið Ebbi kemur frá Afa Eymars.

Fyrsti báturinn sem hann eignaðist var 2 tonna bátur, og árið 1982 þá eignaðist hann 1637 ( sem árið 2025 heitir Sara ÍS )

og þennan bát átti Eymar í 26 ár en þá kom nýr og stærri Ebbi AK sem meðal annars var að stunda veiðar á sæbjúgu.

á þessum langa útgerðarferli Eymars þá var mikið um fólk sem var í vinnu hjá honum og margir voru hjá honum í mörg ár, 

einn af þeim var Garðar Kristjánsson sem var hjá honum í 26 ár , en Garðar var meðal annars á Bergþóri KE .

Þessi frétt byrjaði á smá sögu um Akranes og Sandgerði en gerði Eymar út frá Sandgerði,  jú hann gerði það

því hann vandi komur sínar á að koma til Sandgerðis sirka í miðjan apríl og var þar fram í enda maí að veiða 

ýsu í net út frá Sandgerði.

 Sagan er ekki búinn þó búið sé að selja
Saga Eymars er þó ekki alveg búinn þrátt fyrir að hann sé búinn að selja bátinn og útgerðina.

því í október árið 2024 þá hafði samband við mig rithöfundur sem var að skrifa bók um fiskveiðar um víða veröld

og hann óskaði eftir að fá að komast á sjóinn með einhverjum báti í kringum höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin.

Franskur rithöfundur sem heitir Pitron.  Eymar hafði samband við mig og bauðst til að taka Pitron í róður með sér

Pitron var ansi ánægður með það, og var nokkuð lið sem kom með honum, hann kom, ásamt tveimur ljósmyndurunum og túlki

en Pitron mun skrifa bók en hann er að skoða það sem hann kallar grænar fiskveiðar og allskonar hliðar af því

ráðgert er að bókinn komin komi út 2026 eða 2027.

Eftir að Ebba útgerðin var seld og við tökum í burtu Eskju sem á Ísak AK og Brim ehf

þá stendur eftir að á Akranesi að kvótahæsta útgerðina þar er 

Ingólfur E Geirdal Ehf sem gerir út bátinn Erla AK, en hann er með um 13,5 tonna kvóta.

Ebbi AK mynd Fiskimóttakan á Akranesi