Færabátar í maí árið 1995. 46 bátar með yfir 20 tonn


Hef alltaf gaman að fara með ykkur í ferðalag aftur í timann

ég er að vinna núna í árinu 1995 og á þeim tíma þá voru engar strandveiðar sem þýddi að það var ekkert 800 kg á dag sem að færabátarnir máttu veiða.

hérna að neðan er listi yfir 46 aflahæstu færabátanna í maí árið 1995 og það vekur ansi mikla athygli að þessir 46 bátar náðu allir yfir 20 tonna afla

og af þeim þá voru 9 bátar sem yfir 30 tonnin náðu

Fanney SH 248 sem er með skipaskrárnúmerið 7336 og er 5,8 tonna bátur mokveiddi heldur betur í þessum mánuði

og þrátt fyrir að vera þetta lítill bátur þá náði báturinn að veiða alls 49,3 tonn  sem er ótrúlegur afli á ekki stærri báti

Undir listanum er svo önnur tafla og þar má sjá nánar róðanna og aflan hjá Fanney SH 248 í maí 1995

athyglisvert er að einn af þessum bátum sem þarna á þessum lista heitir núna árið 2023, ennþá sama nafni og er það Birta SH 203 sem er í sæti númer 35.

lika smá sjá þarna nöfn sem síðar urðu nöfn á mun stærri bátum
eins og til dæmis
Linni SH 303
Dögg SF 18
Særif SH 25

Þessir 46 bátar lönduðu alls 1213 tonnum af fiski, en færabátarnir sem réru í maí árið 1995, voru um 300 talsins

það verður fróðlegt að sjá hvenær við munum sjá 46 færabáta ná yfir 20 tonna afla á einum mánuði núna árið 2023, eða á komandi árum




Sæti Sknr Nafn Afli landanir mest höfn
46 6334 Jóhanna SH 319 20.01 21 2.3 Ólafsvík
45 6310 Sæfari SH 101 20.10 22 1.9 Arnarstapi
44 7165 Pétur Konn SH 36 20.34 19 2.3 Grundarfjörður
43 7242 Stormur SH-283 20.47 19 2.8 Rif
42 6102 Hrönn AK 11 20.52 22 1.9 Arnarstapi
41 6776 Láki SH 55 20.78 15 2.8 Grundarfjörður
40 6825 Þórhalla BA 144 20.80 11 3.7 Tálknafjörður
39 7349 Linni SH 303 20.90 20 2.6 Ólafsvík
38 7013 Geisli SH 155 21.19 21 1.9 Ólafsvík
37 2005 Birgir RE 323 21.22 7 5.1 Sandgerði
36 6986 Hafdís SH 309 21.29 18 1.9 Arnarstapi
35 7420 Birta SH 203 21.76 17 2.3 Grundarfjörður
34 6765 Laufey SH 142 22.01 21 1.7 Ólafsvík
33 7105 Salla AK 24 22.19 25 1.4 Arnarstapi
32 6822 Gunna Árna SH 400 22.24 21 2.3 Ólafsvík
31 7335 Hulda RE 31 22.41 17 2.3 Sandgerði, Þorlákshöfn
30 6934 Rán SH 550 23.24 21 2.4 Ólafsvík
29 7164 Geysir SH 39 23.63 22 2.9 Ólafsvík
28 7095 Dögg SF 18 23.93 17 3.9 Hornafjörður
27 6943 Særif SH 25 24.22 13 3.2 Rif
26 6854 Katrín ÁR 18 24.59 17 4.6 Þorlákshöfn
25 6860 Fjarki HF 28 24.69 21 2.5 Grindavík, STykkishólmur, Tálknafjörður
24 2073 Sólrún KE 124 24.72 16 2.7 Grindavík
23 7311 Sigurvík SH 117 25.22 18 3.4 Ólafsvík
22 6187 Stella ÁR 445 25.32 14 4.9 Þorlákshöfn
21 7409 Byr SH 9 25.52 23 2.3 Grundarfjörður
20 6944 Björn Kristjánsson SH 165 26.11 21 3.5 Ólafsvík
19 7055 Snót SH 62 26.17 21 3.1 Grindavík, Stykkishólmur, Tálknafjörður
18 6980 Fúlvíkingur SH 32 26.29 23 1.9 Rif
17 7417 Þrándur KE 67 26.62 17 2.1 Sandgerði, Arnarstapi, Grindavík, Þorlákshöfn , Ólafsvík, Keflavík,
16 7331 Sædís ST 17 26.64 19 2.8 Grindavík
15 7082 Kóni SH 41 26.77 19 2.5 Ólafsvík
14 6571 Bára SH 340 27.96 25 2.3 Grundarfjörður
13 6917 Bára ÍS 141 28.71 18 3.1 Þorlákshöfn
12 6566 Ýr SH 375 28.89 19 2.7 Rif
11 6549 Beta VE 36 29.07 15 3.5 vestmanneyjar
10 7419 Sleipnir ÁR 19 29.58 15 4.1 Þorlákshöfn
9 6859 Elín SH 170 31.90 17 1.9 Stykkishólmur
8 7371 Guðrún SH 271 32.05 23 3.1 Ólafsvík
7 2181 Stakkur GK 4 32.47 19 3.7 Sandgerði, Grinda
6 7337 Unnur ÁR 7 34.12 15 6.1 Þorlákshöfn
5 7091 Úlfar Kristjánsson SH 34 34.54 20 3.9 Ólafsvík
4 7332 Þórdís Guðmundsdóttir VE 141 35.53 15 9.8 Vestmanneyjar
3 7393 Kári II SH 219 38.12 20 5.4 Rif
2 7234 Glaður BA 226 39.47 18 4.3 Ólafsvík
1 7336 Fanney SH 248 49.36 22 4.3 Ólafsvík

Fanney SH í maí 1995,  hérna sést mjög vel hvernig bátnum gekk að veiða.  eins og sést þá náði báturinn tvisvar að koma með um 4,3 tonn í land
sem er þá drekkhlaðinn báturinn
Dagur Afli
2.5 4.307
3.5 2.4
4.5 2.425
5.5 2.115
6.5 4.306
7.5 2.223
8.5 3.048
9.5 2.621
10.5 1.629
11.5 2.795
15.5 1.642
16.5 1.911
19.5 2.883
18.5 1.678
19.5 1.887
20.5 0.985
22.5 1.379
23.5 0.94
25.5 2.022
29.5 0.519
30.5 2.637
31.5 2.953

Hafdís ÍS hét Fanney SH árið 1995,  Mynd Sæmundur Þórðarsson

p.s Margir hafa spurt mig hvort hægt sé að styrkja mig enda sé ég Gísli Reynisson einn um síðuna Aflafrettir.is
jú það er hægt
kt: 200875-3709
bók: 142-15-380889