Fjölnir GK áfram Fjölnir GK, ekki til Ísafjarðar

þá er 2.apríll árið 2024 kominn í gang, 


og jú eins og undanfarin 10 ár þá var skrifuð " frétt" í gær um bátinn Fjölnir GK sem átti að hafa verið seldur til Ísafjarðar 

samkvæmt þeirri " frétt" þá átti að breyta Fjölni GK svo hann myndi fara á rækjuveiðar án skilju, því 

rækjuvinnslan Kampi og Gunnvör á ÍSafirði voru að kaupa bátinn saman.  

enn þessi " frétt" var tómt bull þó svo að það voru nú einhvern sannleiks korn í henni. 

til dæmis um nafnið Guðbjartur Kristján ÍS.,  jú það er rétt að það nafn var á bátum frá ÍSafirði, enn í fréttinni var minnst á 2 báta.

enn þeir voru í raun þrír sem hétu þessu nafni Guðbjartur Kristján ÍS.  

Fyrsti báturinn var eikarbátur og sá bátur endaði sögu sína á Hornafirði þegar að togarinn Þórhallur Daníelsson SF bakkaði á 

bátinn sem hét þá Hafnarey SF og saga bátsins endaði.

bátur númer 2 varð síðan Víkingur III ÍS og átti sér langa sögu á ÍSafirði 

og bátur númer 3, var síðan Orri ÍS og var líka mjög lengi á Ísafirði.

En þið lesendur góðir áttuðu ykkur á að eitthvað væri bogið við þetta, þó svo að sumir sem sendu mér pósta

voru ekki alveg að kveikja strax á perunni að þetta væri apríl gabb " frétt " hehe

tölulega séð þá voru á einum sólarhring um 18 þúsund manns sem lásu fréttina, 256 læk voru á hana og 6 deilingar.

Ansi gaman var að lesa umsagnir,  t.d var ein, þessi, " verður báturinn áfram grænn og mun landa á Egilstöðum?"

eða þá " Það er staðfest hér fyrir vestan að hann mun fá nafnið ÍSborg og fer til Snjókrabbaveiða til Grænland " 

Þannig að jú, bryggjulega Fjölnis GK mun halda áfram 


Fjölnir GK mynd Vigfús Markússon