Fjölnir GK seldur til Ísafjarðar.

Um áramótin síðustu þá var einum línubáti sem að Vísir ehf átti og gerði út lagt,  þetta var báturinn Fjölnir GK 157.


Þessi bátur á sér töluverða sögu hérna á landinu og þá lengst sem Rifsnes SH á Rifi, enn þar var báturinn gerður út í 34 ár.

Báturinn landaði síðast um miðjan desember 2023, og hefur síðan legið við bryggju, fyrst í Reykjavík  og síðan í Hafnarfirði.

Ekki hefur verið vitað um hvað verður um bátinn, þangað til núna.

Því búið er að selja bátinn til Ísafjarðar.

Þar hafa í sameiningu Hraðfrystihúsið Gunnvör og rækjuvinnslan Kampi á Ísafirði keypt saman bátinn

og planið er að báturinn muni nýtast fyrir bæði fyrirtækin.

Verður bátnum breytt til að stunda rækjuveiðar, en Kampi ehf hefur gert út undanfarin ár báta og togara til rækjuveiða

t.d Ísborgina ÍS og Klakk ÍS.  

Það er ekkert nýtt að þessi bátur hefur stundað togveiðar, því að þegar að báturinn hét Rifsnes SH

þá var báturinn mikið á trollveiðum og gekk ansi vel á þeim veiðum enda er frekar stór og öflug vél í bátnum,

báturinn mun stunda rækjuveiðar án skilju, og mun Gunnvör ehf taka alla fiskinn frá bátnum og vinna hann 

og Kampi mun taka rækjuna og vinna hana.

báturinn mun fá nafnið Guðbjartur Kristján ÍS 268, en það nafn er mjög vel þekkt á Ísafirði

en bátur kom fyrst til Ísafjarðar árið 1961 sem hét þessu nafni og  og síðan kom annar árið 1967

og sá bátur var síðan lengi á Ísafirði og hét fyrst þá Guðbjartur Kristján ÍS 20 , en fékk síðan nafnið Orri ÍS 20.

Gamli Fjölnir GK , sem nú mun fá nafnið Guðbjartur Kristján ÍS 268, mun verða tekin í slipp á Akureyri

enn þar verða gerða þær breytingar á bátnum til þess að stunda rækju og trollveiðar 

og þar verður nafnið sett á bátinn sem og gulur litur, en gulur litur á togurunum og bátum á ísafirði er mjög þekktur litur

t.d var Guðbjörg ÍS gul, sem og Klakkur ÍS .


Fjölnir GK mynd Vigfús Markússon