Frystitogarar árið 2023, 39.milljarða króna aflaverðmæti

Þá er komið af því


síðasti listi hjá frystitogurnum fyrir árið 2023,  og hérna er líka aflaverðmætið hjá þeim .

Frystitogararnir árið 2023, voru alls 12 og þeir veiddu samtals um 88 þúsund tonn 

tveir frystitogarar náðu yfir 10 þúsund tonna afla, og voru Vigri RE og Sólberg ÓF með töluverða yfirburði yfir 

aðra frystitogara, því báðir voru með í kringum 11 þúsund tonna afla

eins og undanfarin ár þá var Sólberg ÓF aflahæst og var líka með mesta aflaverðmætið.

Aflaverðmæti FOB og CIF, 
 Varðandi aflaverðmætið þá var mismundandi hvort að fyrirtækin gerðu upp í FOB eða CIF

Ísfélagið sem gerir út Sólberg ÓF gerir upp í CIF og þar sem þeir eru með það, og til þess að fá samanburðin 

réttan gagnvart til dæmis meðalverði þá uppreiknaði ég hin skipin í úr FOB í CIF

Hérna að neðan eru þrjár töflur.

fyrsta er afli skipanna árið 2023,

þar fyrir neðan er aflaverðmætið hjá skipunum og breytist listinn töluvert frá veiddum tonnum í aflaverðmætið

til að mynda þá fer Guðmundur í Nesi RE upp úr fimmta sætinu og yfir í það þriðja miðað við aflaverðmætið.  

Tómas Þorvaldsson GK fer líka upp, 

enn á sama tíma þá fer Blængur NK og Örfrisey RE niður 

skýringinn á þessu er sú að t.d Blængur NK og Örfirisey RE voru með töluvert magn af ufsa og karfa sem er verðminni

fiskur, enn t.d grálúðan sem Guðmundur í Nesi RE var að veiða.

 Aflaverðmæti

 Sólberg ÓF var með mesta aflaverðmætið 5,7 milljarðar CIF, og þar á eftir kom Vigri RE og Guðmundur í Nesi RE 

 Meðalverð
Aftur á móti þá þegar meðalverðið er skoðað þá breytist allt saman

þar er Snæfell EA með efstur með 532 krónur í meðalverð

þar á eftir kemur Guðmundur í Nesi RE með 527 krónur  og í fjórða sæti miðað við 

meðalverð er Júlíus Geirmundsson ÍS en allir þessir þrír togarar voru að veiða töluvert magn af grálúðu sem er 

mjög verðmætur fiskur.

Heildarafli skipanna var eins og segir 88 þúsund tonn 

og heildaraflaverðmætið miðað við CIF er 38,9 milljarðar króna





Afli skipanna árið 2023
Sæti Áður Nafn Afli Landanir Mest
1 1 Sólberg ÓF 11588.4 10 1437.6
2 2 Vigri RE 10800.1 17 1367.8
3 4 Blængur NK 8376.9 11 1192.7
4 3 Örfirisey RE 8191.7 12 1174.2
5 6 Guðmundur í Nesi RE 7590.2 13 761.7
6 5 Tómas Þorvaldsson GK 10 7577.5 13 766.6
7 8 Arnar HU 7252.4 11 912.2
8 7 Hrafn Sveinbjarnarsson GK 6751.4 13 680.2
9 9 Baldvin Njálsson GK 6473.8 11 901.3
10 11 Júlíus Geirmundsson ÍS 5712.7 12 690.7
11 10 Snæfell EA 310 4470.5 10 701.6
12 13 Sólborg RE 27 3171.8 6 709.2



 Aflaverðmætið skipanna árið 2023

Sæti Nafn Aflaverðmæti
1 Sólberg ÓF 5.71
2 Vigri RE 4.27
3 Guðmundur í Nesi RE 4.00
4 Tómas Þorvaldsson GK 10 3.53
5 Örfirisey RE 3.43
6 Blængur NK 3.11
7 Hrafn Sveinbjarnarsson GK 3.00
8 Baldvin Njálsson GK 2.97
9 Júlíus Geirmundsson ÍS 2.78
10 Arnar HU 2.64
11 Snæfell EA 310 2.38
12 Sólborg RE 27 1.15



 Meðalverð skipanna árið 2023

Sæti Nafn Meðalverð
1 Snæfell EA 310 532.1
2 Guðmundur í Nesi RE 527.1
3 Sólberg ÓF 492.4
4 Júlíus Geirmundsson ÍS 485.7
5 Tómas Þorvaldsson GK 10 465.8
6 Baldvin Njálsson GK 458.6
7 Hrafn Sveinbjarnarsson GK 444.8
8 Örfirisey RE 419.2
9 Vigri RE 395.4
10 Blængur NK 371.1
11 Arnar HU 364.3
12 Sólborg RE 27 360.9




Sólberg ÓF mynd Guðmundur St Valdimarsson