Frystitogarar árið 2025.nr.6
Listi númer 6
Mjög góð veiði hjá frystitogurunum síðan síðasti listinn var uppfærður
og Þerney RE er að stinga af
en reyndar er rétt að hafa í huga að Þerney RE er núna orðinn eins og uppsjávarskip
því a inná þennan lista þá landaði Þerney RE 3012 tonnum í 4 löndunum og af því þá var makríll 2600 tonn
Sólberg ÓF með ansi gott, var með 2865 tonn í aðeins tveimur túrum
Sólborg RE reynir að hanga í Sólbergi ÓF og var með 2197 tonn í 3
Baldvin Njálsson GK með 1964 tonn í 2
og merkilegt enn Baldvin Njálsson GK rauf 1000 tonna múrinn, því togarinn kom með í land
1000.1 tonn og var uppistaðan í þeim afla ýsa um 540 tonn
Baldvin Njálsson GK Var ekki eini sem kom drekkhlaðinn
því Arnar HU landaði tvisvar alls 1776 tonnum og þar af fullfermi 1046 tonn í einni löndun
Júlíus Geirmundsson ÍS landaði þrisvar alls 1360 tonnum
og Hrafn Sveinbjarnarsson GK var með fjórar landanir alls 1721 tonn.
Skipin hafa núna landað alls um 69 þúsund tonnum og inn í þeirri tölu er gullaxinn og Makríllin sem Þerney RE er að veiða

Arnar HU Mynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson
Sæti | Áður | Nafn | Afli | Landanir | Mest |
1 | 1 | Þerney RE 1 | 9883.5 | 14 | 1029.7 |
2 | 2 | Sólberg ÓF | 8658.5 | 7 | 1552.0 |
3 | 3 | Sólborg RE 27 | 6945.3 | 11 | 961.8 |
4 | 5 | Baldvin Njálsson GK | 6264.3 | 7 | 1000.1 |
5 | 8 | Blængur NK | 5475.5 | 7 | 971.2 |
6 | 9 | Hrafn Sveinbjarnarsson GK | 5121.2 | 10 | 724.6 |
7 | 10 | Arnar HU | 5053.3 | 9 | 1045.8 |
8 | 4 | Tómas Þorvaldsson GK 10 | 4928.2 | 6 | 936.9 |
9 | 6 | Guðmundur í Nesi RE | 4911.7 | 9 | 575.6 |
10 | 11 | Júlíus Geirmundsson ÍS | 3955.9 | 9 | 617.3 |
11 | 12 | Snæfell EA 310 | 3550.0 | 7 | 565.5 |
12 | 7 | Vigri RE | 3067.6 | 6 | 764.8 |
Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér
Gísli Reynisson. sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reyniss