Fullfermi á grálúðunni árið 1978

Fyrir um einu ári síðan þá var Kristrún II RE tekin og silgt í brotajárn erlendis.  Báturinn sem átti ansi farsælan feril hérna við land var ekki margar skráningar.  Lengst af þá hét báturinn Ólafur Friðbertsson ÍS og var þá ansi öflugur línubátur.


Árið 1978 þá stundaði báturinn línuveiðar allt árið og gekk ansi vel.  aflinn hjá bátum fór yfir 1000 tonnin og landanir voru um 160 talsins,

Þá var báturinn gerður út á balalínu og var beitt í landi,

Í júlí og ágúst þá fór báturinn á útilegu á grálúðu og var þá beitt um borð.

og óhætt er að segja að ansi vel hafi gengið sérstaklega í júlí.

Ólafur Friðbertsson ÍS landað fyrst 51,5 tonni af grálúðu snemma í júlí eftir viku veiðiferð.

Næsta löndun var ansi stór og má segja að báturinn hafi verið með fullfermi því að báturinn kom þá með 104 tonn af grálúðu í einni löndun eftir um viku veiðiferð,

Þriðja og síðasta löndunin í júlí árið 1978 var líka ansi góð því báturinn kom með 96 tonn af grálúðu eftir viku veiðiferð.

Samtals landaði því báturinn um 251 tonn í aðeins þremur róðrum eða 84 tonn í róðri að meðaltali.

Báturinn stundaði líka grálúðuveiðar í ágúst og gekk veiðin vel þótt að hún hafi ekkert verið neitt í likingu við það sem var í júlí.  landaði þó báturinn 72 tonnum í ágúst í 2 róðrum.  


Albert Ólafsson KE  áður Ólafur Friðbertsson ÍS Mynd Vigfús Markússon