Fullfermi hjá Straumnesi ÍS.

það er búið að vera ansi góð línuveiði hjá bátunum sem hafa verið að róa frá Suðureyri


núna í haust.  þar hafa t.d verið Arney HU,  Von ÍS, Eva Björt ÍS, Eyrarröst ÍS og Straumnes ÍS

Straumnes ÍS er minnsti báturinn sem rær þaðan á línu og er einn af minnstu bátunum á landinu sem er að róa á línu núna í desember,

Báturinn er 5,99 BT og 9,5 metrar á lengd

skipstjóri á Straumnesi ÍS er Guðmundur Elísason og með honum hefur verið að róa Hallgímur Guðmundsson sonur hans sem er 18 ára gamall

Þeir feðgar áttu ansi góðan nóvember mánuð og lönduðu 13,8 tonnum í 4 róðrum 

síðasti róðurinn hjá þeim í nóvember var ansi góður,

þeir fóru út með 18 bala, en eftir að hafa dregið 15 bala þá var báturinn orðinn fullur af fiski.  lestinn var orðinn full og kör á dekki voru líka orðin full

og var þá ákveðið að sigla í land og skilja eftir 3 bala, sem að Eyrarröst ÍS dró. 

Kom Straumnes ÍS með tæp 4 tonn í land á þessa 15 bala eða 267 kíló á bala.








Myndir aðsent.