Fyrstu línuróðrar Geirfugls GK árið 2001 eftir breytingar


Stóru línubátunum hérna við landið hefur fækkað mjög mikið undanfarin ár, og Grindavík sem er stærsti útgerðarstaður landsins varðandi línubáta á landinu.
línubáta útgerðin í Grindavík á sér nokkuð langa sögu og fyrsti báturinn þaðan sem fékk beitningavél var Skarfur GK.
eftir aldamótin þá fóru útgerðarfyrirtækin í Grindavík að kaupa eða áttu fyrir loðnubáta sem þeir sendu flesta út til 
Póllands þar sem að bátunum var breytt í beitningavéla báta.
dæmi um þessa báta er t.d Guðrún Þorkelsdóttir SU sem var síðan Jóhanna Gísladóttir GK  og í dag Jóhanna BA.
Líka var Gullbergi VE breytt úr loðnubáti yfir í línubát og sá bátur var gerður út alveg fram í júní árið 2022.

Síðan var það báturinn sem átti sér mjög langa sögu í Grindavík , og sá bátur endaði ævi sína árið 2017.  
Þetta er báturinn sem síðast var gerður út undir nafninu Tómas Þorvaldsson GK, en hafði verið loðnubátur nokkuð lengi í Grindavík 
og hét þá þar Háberg GK og þar á undan Hrafn GK.  
Báturinn var gerður út að mestu til loðnuveiða frá Grindavík í 25 ár.
svo til allt árið 2001 þá var báturinn í breytingum á Akranesi þar sem að bátnum var breytt yfir í línubát

Og kom báturinn til landsins í október 2001 eftir breytingar, og hét þá Geirfugl GK 66,  var með því nafni í 5 ár til ársins 2006 og fékk þá nafnið Þorbjörn GK og síðan
Tómas Þorvaldsson GK.

Fyrsti línuróður bátsins eftir breytingar var um miðjan nóvember 2001 og kom þá báturinn með 12,3 tonn til Grindavíkur
í næsta róðri var báturinn með 68 tonn,

Desember þá var kominn nokkuð góð reynsla á búnaðinn um borð og var des 2001 nokkuð góður, því þá landaði 
báturinn 223 tonn í 3 róðrum og mest 76 tonn í róðri.

semsé þetta fyrsta línuár bátsins var því 303 tonn í 5 róðrum og framundan voru 16 ár sem að báturinn var gerður út á línu,


Tómas Þorvaldsson GK mynd Jón Páll Ásgeirsson