Gamla Grímsey ST seld.

Hérna til hliðar er frétt um nýju Grímsey ST 



Gamla Grímsey ST sem er með elstu bátum á Íslandi var sett á söluskrá og eftir að hafa verið með sama

nafni í 28 ár, þá hefur báturinn verið seldur,

Kaupandinn er Kiddó ehf

og sá sem á Kiddó ehf er nú ansi þekktur í útgerð, því að er Sigurður Aðalsteinsson eða Siggi Alla sem kaupir bátinn

Síðustu 25 ár eða svo þá hefur Siggi Alla átt töluvert magn af allskonar bátur og hafa bátarnir hans helst verið 

á dragnótaveiðum og iðulega róið frá Sandgerði.

Núna á hann bátinn Margréti GK 27 sem var lengi Gulltoppur ehf en Kiddó ehf er skráður eigandi af Margréti GK.

Grímsey ST er kominn til Grindavíkur enn það voru menn frá Sigga Alla sem fóru á Drangsnes og silgdu bátnum þaðan og til Grindavíkur.

Og það má geta þess að báturinn hefur aldrei komið á hafnir á Suðurnesjunum í mjög mörg ár, því þegar báturinn hét Grímsey ST þá kom 

báturinn aldrei suður, og þar á undan hét báturinn Auðbjörg II SH og þá að mestu róið frá Ólafsvík.

þrátt fyrir að báturinn sé orðinn um 70 ára gamall þá er ástandið á bátnum mjög gott enda hugsuðu eigendur bátsins mjög vel um bátinn 

þau 28 ár sem að báturinn hét Grímsey ST.

Grímsey ST að sigla frá Hólmavík í síðasta skipti, 

Spegilsléttur Steingrímsfjörður var þegar að Grímsey ST fór þaðan í síðasta skipti, 
Myndi Svava H Friðgeirsdóttir


og áður enn lengra er haldið þá set ég hérna upplýsingar fyrir þá sem vilja styðja við bakið á mér með síðuna

takk kærlega fyrir

hérna er upplýsingar
kt. 200875-3709
bók 0142-15-380889