Gamla Gullver NS árið 1975

Gullver NS sem núna er á  veiðum kom til  landsins árið 1983, og sjá má hérna smá pistil ég var skrifað um togarann.


Núverandi Gullver NS kom í staðin fyrir eldri togara sem hét líka Gullver NS og var sá togari miklu minni heldur enn núverandi Gullver NS.  Gamla Gullver NS var í hópi mest fyrstu ísfiskstogurnum sem voru með skutrennu og þegar að Gullver NS hóf veiðar fyrir austan þá voru þar 2 aðrir skuttogarar.  Barði NK á Neskaupstað og Hólmatindur SU á Eskifirði.

Aflatölur um gamla Gullver NS á ég til frá upphafi og þangað til að hann var seldur út landi þegar að nýi Gullver NS kom árið 1983,

Ætla að leyfa ykkur að sjá aðeins hvernig gekk hjá honum hluta af árinu 1975.  ( fæðingarár mitt ).

Janúar.
landaði 80.5 tonnum í einni löndun

Febrúar.
Nokkuð góður mánður þar sem að aflinn fór í 366 tonn í 4 löndunum og var stærsta löndunum 147 tonn eftir 8 daga á veiðum,

Mars.
Landaði þrisvar alls 290 tonnum.

Apríl.
Einungis tvær landanir alls 158 tonn,

Maí.  fullt skip 
Stærsti mánuðurinn hjá Gullveri NS þetta ár 1975.  og heldur betur fullfermis túrar,
fyrsta löndunin 157,3 tonn eftir 8 daga á veiðum.

Ef af þessi 157 tonna löndun var fullt skip, þá gerðu þeir betur í næstu löndun.  því að Gullver NS kom eftir 8 daga á veiðum með 171,1 tonn eða 21 tonn á dag.  þetta er rosalegur afli á gamla Gullveri NS sem eins og áður segir var mun minna skip heldur enn nýja GullverNS.

Síðasta löndunin var líka nokkuð góð. eða 120 tonn.  

Alls afli því 448 tonn í 3 löndunun.

Júli var líka góður en þá fór aflinn í 425 tonn í fjórum túrum og var  þá mest með 121 tonn í einni löndun

Heildaraflinn árið 1975 hjá gamla Gullveri NS fór í um 3100 tonn .


Gullver NS gamla Mynd Brimberg ehf

Gullver NS Mynd Sveinn Björnsson

comments powered by Disqus