Gamla Særif SH selt til Færeyja. leysir af 76 ára gamlan bát

Apríll gabb Aflafretta árið 2023. var um Gamla Særif SH, sknr 2822 sem hafði verið selt til Sandgerðis, 


en í raun þá er búið að selja bátinn og reyndar ekki til Íslands heldur til Færeyja.

 Fyrsti báturinn
í Færeyjum eru nokkrir bátar sem hafa verið keyptir frá Íslandi og þar á meðal nokkrir minni bátar eins og cleopatra bátar

2822 mun verða fyrsti stóri plastbáturinn sem er seldur til Færeyja,

kaupandinn er P/F EFHO.  sem gerir út tvo báta í Færeyjum,,.

 Róið frá Íslandi
Línubátinn Jákup B sem fyrirtækið keypti árið 1993 sem var stofnár fyrirtækisins, og þessi línubátur hefur mikið verið við veiðar 
á Íslandi,  þrír bræður eiga fyrirtækið.  

hinn báturinn sem fyrirtækið á og geri rút er Líðhamar sem er eikarbátur sem var smíðaður árið 1947, og hefur Líðhamar verið í eigu fyrirtækisins síðan árið 2001

2822 mun koma í staðinn fyrir Líðhamar.  Liðhamar er um 23 metra langur enn 2822 er 15 metra langur, og vegna þess að nýi báturinn er styttri 

enn sá gamli þá fá þeir fleiri daga , fara úr 84 dögum í 124 daga .

Nýi báturinn mun fá nafnið Líðhamar KG 606.

 Lengri útivera
SAmhliða því að útgerðin keypti nýja bátinn þá  keypti útgerðin línu á íslandi og tvöfaldan skammt af körum frá Borgarplasti og munu slægja allan aflan um borð.

þeir þurfa reyndar að fara nokkuð langt út eða 60 til 120 mílur og eru þar af leiðandi lengur út enn tíðkast hérna á Íslandi.

Arnar Laxdal Jóhannsson mun fara út með bátnum og taka fyrstu róðranna á bátnum og veita þeim ráðgjöf

Eins og sést á mynd að neðan þá er líðhamar ansi fallegur bátur og þrátt fyrir að vera orðin 76 ára gamall þá hefur útgerð bátsins gengið vel

og má geta þess að frá 1.janúar árið 2013 til 31.des árið 2022 þá landaði Líðhamar alls 3436 tonnum af fiski,  mest árið 2018,  500 tonn

núna það sem af er árinu 2023 hefur báturinn landað 141 tonnum,


Særif SH nýi Líðhamar,  Mynd Alfons Finnson

Líðhamar Mynd Símun á Hövdanum


Liðhamar Pic Oli M lassen