Garri BA í september. 140 ára reynsla þar um borð!

Undanfarin ár þá þegar að lokastaðan hjá færabátunum hefur komið þá hefur einn bátur verið þar ansi ofarlega 


og er  það báturinn Garri BA 90 frá Tálknafirði.

Garri BA er sómabátur og hefur verið gerður út frá Tálknafirði síðan árið 2006 og er með smá kvóta eða um 62 tonna kvóta sem er ansi gott miðað við stærð bátsins,

núna í september þá endaði Garri BA hæstur af bátunum undir 8 BT með 18,5 tonn í 10 róðrum ,

Báturinn hefur stundað færaveiðar og var á færaveiðum í september og reyndar núna í október líka,

í september þá voru miklir reynslu boltar á Garra BA .  þar voru Sigurður Ólafsson sem var 30 ár á Aðalbjörgu II RE og Garðar Eyland sem er orðin um 80 ára gamall. og Sigurður

er um 60 ára og samtals var um 140 ára reynsla.

Tíðarfarið fyrir vestan fyrir færabátanna í september var erfitt, brælur og léleg veður, en þegar náðist að fara út þá var róið fram í myrkur 

og eins og þeir sögðu þá hafðist þetta á þrjósku og útsjónarsemi.  Garðar var skipstjóri á Garra BA

og Garðar var eða Gæji eins og hann er kallaður var lengi vélstjóri á bátum frá Ólafsvík.

núna þá gerir Sigurður út strandveiðibátinn Spóa RE 47 og Garðar gerir út bátinn Guggi RE 9.


Garri BA mynd Gísli Reynisson