Gnúpur GK seldur til Rússlands

AFlaskipið sem er með númerið 1579 hefur nú lokið vinnu sinni við íslandsmið


og núna hefur þetta fengsæla skip verið selt til Rússlands.

einn liður í því er að núna er verið að sigla togaranum til Hafnarfjarðar þar sem það verður tekið í slipp

og breytt samkvæmt reglugerðum í Rússlandi og verður því togarinn klár til veiða þar strax og breytingum er lokið

Þetta eru ekki viðamiklar breytingar sem þarf að gera,   

Þorbjörn ehf hefur átt togarann undanfarin 25 ár 

Sagan um Gnúp GK,  Guðbjörgu ÍS er komninn út.  þetta er enginn risabók, bara 19 blaðsíður

og greinir frá Sögu togarans.  t.d afhvejru togarin hét Guðbjörg ÍS og afhvejru togarinn hét Gnúpur GK

sömuleiðis þá eru aflatölurnar um skipið  með líka

hægt er að panta ritið á marga vegu. t.d skilaboðum á Gísli Reynisson á facebook, á Aflafrettir facebook eða senda netpóst á gisli@aflafrettir.is

það kostar 3000 kr


Gnúpur GK mynd Sigurður Bergþórsson