Góð byrjun hjá Bíldsey SH sunnanlands

Veðurfarið núna í mars er búið að vera ansi skrikkjótt og fyrir minni bátanna hefur tíðarfarið verið nokkuð erfitt


þónokkur floti af línubátum hefur verið við veiðar utan við Grindavík og Sandgerði í vetur

og núna um  helgina þá fjölgaði aðeins því tveir bátar komu á miðin útaf Sandgerði  frá Ólafsvík

þetta voru Indriði Kristins BA og Bíldsey SH.

óhætt er að segja að áhöfnin á Bíldsey SH hafi byrjað vertíðina sína fyrir sunnan ansi vel ,því þeir voru 

með aflahæstu bátum þann daginn af þeim bátum sem voru við veiðar við Grindavík og Sandgerði,

þeir lögðu 18000 króka sem eru um 42 balar og fengu á það um 12 tonn sem gerir um 295 kíló á bala

þeir lögðu aftur smá bút eða um 7 þúsund króka, enn það var ekki látið liggja lengi og á þann krókafjölda

fengust tæp 2 tonn. 

Alls kom því Bíldsey SH með 13,7 tonn í land úr sínum fyrsta túr á miðunum við Suðurnesin.

ansi góð byrjun hjá þeim , og það má geta þess að þessi túr er næst stærsti túr bátsins á þessu ári.  

Allur aflinn fór á fiskmarkað og var aflaverðmæti um 4 miljónir króna.  þorskurinn var á  um 360 krónur kílóið 

Eins og sést á myndum að  neðan þá ber báturinn tæp 14 tonn ansi vel.  

Skipstjóri á Bíldsey SH er Guðmundur Óli Sigurðsson






Myndir Gísli Hauksson